Innanlandsstarf
Vinir perla til styrktar Rauða krossinum
18. desember 2018
Vinir perla til styrktar Rauða krossinum. Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.
Drengirnir Thorvald BenediktSörensen, Engilbert Viðar Eyþórsson, Emil Máni Lúðvíksson, Arnar Freyr Orrason,Ármann Páll Fjalarsson og Kristian Þór Jónasson tóku upp á skemmtilegu vinaverkefnisaman. Þeir perluðu fallega muni og seldu til styrktar Rauða krossinum. Vinirnir gengu á milli húsa í Kópavogi í Lindahverfinu. Allt framlag frábörnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum. Rauði krossinní Kópavogi þakkar þeim kærlega fyrir frumlegt og skemmtilegt verkefni tilstyrktar félagsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.