Innanlandsstarf
Yndislegir gleðigjafar útskrifast af hundavinanámskeiði
22. janúar 2019
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Á námskeiðinu, sem er kennt af reyndum sjálfboðaliðum Hundavina Rauða krossins læra þátttakendur að skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendur grunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að vera heimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunum sínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýstast í starfi.
Til að sækja um heimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt að fylla út form á síðu Rauða krossins - https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.