Innanlandsstarf
Yndislegir gleðigjafar útskrifast af hundavinanámskeiði
22. janúar 2019
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Á námskeiðinu, sem er kennt af reyndum sjálfboðaliðum Hundavina Rauða krossins læra þátttakendur að skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendur grunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að vera heimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunum sínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýstast í starfi.
Til að sækja um heimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt að fylla út form á síðu Rauða krossins - https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.