Innanlandsstarf
Yndislegir gleðigjafar útskrifast af hundavinanámskeiði
22. janúar 2019
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.
Á námskeiðinu, sem er kennt af reyndum sjálfboðaliðum Hundavina Rauða krossins læra þátttakendur að skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendur grunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að vera heimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunum sínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýstast í starfi.
Til að sækja um heimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt að fylla út form á síðu Rauða krossins - https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.