Fara á efnissvæði

Vinsæl leitarorð

Niðurstöður

81

Skyndihjálparmaður ársins 2021

Skyndihjálparmaður ársins 2021 er Elsa Albertsdóttir, 22 ára gömul kona úr Reykjanesbæ sem bjargaði lífi föður síns, Alberts Eðvaldssonar, 57 ára, sem fór skyndilega í hjartastopp. Elsa hafði sótt skyndihjálparnámskeið Rauða krossins þrjú ár í röð og var fljót að átta sig á því hvað væri að gerast. Hún hafði í huga fjögur grunnatriði skyndihjálpar og stjórnaði aðgerðum fumlaust.

82

Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði

 Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.

83

Stærstu sveitarfélögin við Eyjafjörð semja við Rauða krossinn

Fjallabyggð hefur bæst í hóp þeirra sveitarfélaga er samið hafa við Eyjafjarðardeild Rauða krossins um söfnun, flokkun og sölu á fatnaði og öðrum textíl á svæðinu. „Stór áfangi,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri.

84

Stefnumót við palestínska sálfræðinga í Norræna húsinu

Rauði krossinn stendur ásamt Reykjavíkurborg fyrir viðburði í Norræna húsinu undir yfirskriftinni „Áföll, seigla og menning: Stuðningur við fólk á flótta frá Palestínu og öðrum átakasvæðum“.

85

Arion banki styrkir Rauða krossinn

Arion banki styrkti Rauða krossinn um 10 milljónir króna

86

Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar flóttafólki og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn.

87

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Rauða krossinum 1 milljón

Kiwanisklúbburinn Hekla lét gott af sér leiða og færði Rauða krossinum 1.000.000 kr. á dögunum. Styrkurinn verður nýttur fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands.

88

Rauði krossinn stóð fyrir sálfélagalegum stuðningi fyrir fólk frá Palestínu

Í gær bauð Rauði krossinn á Íslandi palestínsku flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd til stuðningsfundar. Fundurinn fór fram á arabísku en markmiðið var að gefa fólki færi á að ræða eigin líðan vegna stöðunnar í heimalandi sínu.

89

Börn í leikskólanum Norðurbergi styrkja heilsugæslu á hjólum\r\ní Sómalíu

Nítjánda árið í röð hafa börn í leikskólanum Norðurbergi safnað flöskum og gefið ágóðann til Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ. Í ár söfnuðu börnin og fjölskyldur þeirra 31.192 kr en aldrei hefur safnast jafn mikið. 

90

Ertu búin/n að setja þér markmið fyrir árið 2020?

Komdu og vertu með!Það eru mörg spennandi verkefni í boði og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. \r\n \r\n