Vinsæl leitarorð

Niðurstöður

1

Fólk á flótta

Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956. Síðan þá hefur félagið gegnt lykilhlutverki í félagslegum stuðningi og hagsmunagæslu flóttafólks.

1

Controlant styrkir kaup á jólagjöfum fyrir börn á flótta

Rauði krossinn á Íslandi fékk hálfa milljón króna í styrk frá fyrirtækinu Controlant. Styrkurinn verður nýttur til að kaupa jólagjafir handa börnum á flótta.

2

Vinsæl fræðsla um börn á flótta og áhrif áfalla

Markmið fræðslunnar var að stuðla að betri skilningi á lífi barna á flótta og kanna hvað kennarar geta gert til þess að styðja við nám og vellíðan þeirra.

3

100 milljónir til að efla stuðning við flóttafólk

Rauði krossinn á Íslandi fékk fyrr á þessu ári um 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu til að mæta aukinni þörf fyrir sálfélagslegan stuðning við flóttafólk.

4

Alþjóðadagur flóttafólks er í dag

20. júní er alþjóðadagur flóttafólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Fjöldi fólks á flótta á heimsvísu er nú í sögulegum hæðum og flóttafólk og aðrir farendur mæta vaxandi fordómum og jaðarsetningu víða um heim. En Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinnir öflugu og víðtæku starfi til að vernda líf og auka vernd og reisn þessa fólks.

5

Söfnuðu flöskum og styrktu Rauða krossinn

Þessar vinkonur söfnuðu flöskum til að styrkja Rauða krossinn á Íslandi.

6

Guðbjörg Sveinsdóttir sæmd Florence Nightingale-orðunni

Geðhjúkrunarfræðingurinn Guðbjörg Sveinsdóttir hefur verið sæmd Florence Nightingale-heiðursorðunni, sem er æðsti alþjóðlegi heiður sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast. Guðbjörgu var veitt orðan við formlega athöfn á skrifstofu Rauða krossins í dag.

7

Rauði krossinn hvetur til móttöku kvótaflóttafólks og lýsir áhyggjum af vaxandi útlendingaandúð

Rauði krossinn samþykkti tvær ályktanir á aðalfundi sínum fyrr í dag þar sem félagið skorar á stjórnvöld að standa við áform um að bjóða hingað kvótaflóttafólki og lýsir áhyggjum af vaxandi andúð í garð innflytjenda og flóttafólks.

8

Aðalskrifstofa Rauða krossins flytur

Aðalskrifstofa Rauða krossins á Íslandi verður flutt tímabundið frá Efstaleiti 9 í Víkurhvarf 1 vegna framkvæmda. Vegna flutninganna verður skrifstofan lokuð dagana 2.-4. október.

9

50 ára afmæli Rauða hálfmánans í Palestínu aflýst vegna átaka

Þann 13. desember sl. fagnaði Rauði hálfmáninn í Palestínu 50 ára afmæli sínu í skugga hernáms og átaka á herteknu svæðunum í Palestínu. Fulltrúar Rauða krossins á Íslandi voru í Palestínu í tilefni afmælisins ásamt fleiri fulltrúum úr alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

10

Þingflokkur Pírata í heimsókn

Þingflokkur Pírata heimsótti Rauða krossinn í byrjun janúar. Starfsfólk félagsins tók á móti þingmönnunum og ræddi um starfsemi Rauða krossins

11

Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun Rauða krossins

Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun.

12

Gaf í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna ofsaflóðanna

Gaf 5000 kr. til barna vegna ofsaflóðanna í sunnanverðri Afríku

13

Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi

Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik, en þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.

14

Flóttafólk stendur frammi fyrir skertu aðgengi að íslensku menntakerfi / Refugees struggle to access the Icelandic educational system

Í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík kemur fram að íslenskt menntakerfi skorti úrræði fyrir nemendur með flóttamannabakgrunn, úrræði sem myndu gera þeim kleift að ljúka námi á því sviði sem hugur þeirra stendur til.\r\n 

15

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin

16

Söfnuðu flöskum á Akureyri

Duglegu vinkonurnar Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, Anika Snædís Gautadóttir og María Sól Helgadóttir, söfnuðu flöskum á Akureyri og gáfu Eyjafjarðardeild Rauða krossins ágóðann, samtals 1.632 krónur.

17

Sjálfboðaliðar Rauða krossins kallaðir út vegna flugslyssins í Fljótshlíð

 \r\nViðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi var kallaður út 9. júní vegna alvarlegs flugslys í Fljótshlíð.

18

Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza

Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza

19

Söfnuðu flöskum og dósum til styrktar Rauða krossinum

Sóley Ósk Vigarsdóttir og Heiðar Máni Reynisson söfnuðu flöskum og dósum og fengu í skilagjald 6.384 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum að gjöf. 

20

Þingflokkur Miðflokksins í heimsókn

Rauði krossinn býður þingflokkum í heimsókn.

21

Tulipop gefur skólasett fyrir börn flóttafólks

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop gaf Rauða krossinum 25 skólasett fyrir börn flóttafólks á Íslandi. 

22

Ríkislögreglustjóri starfrækir þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.

23

Lausn og flutningur fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen - rauntímauppfærsla

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.

24

Umsögn um lög um málefni innflytjenda

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um lög um málefni innflytjenda er varða móttöku flóttafólks og innflytjendaráð.

25

Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.

26

Rauði krossinn tók þátt í flugslysaæfingu

Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.

27

Rán Flygenring teiknar veggspjöld fyrir Rauða krossinn

Myndhöfundurinn Rán Flygenring teiknaði veggspjöld fyrir Rauða krossinn um sálræna skyndihjálp og hvernig sé best að tryggja öryggi sitt á flótta.

28

Aðstæður flóttafólks í Grikklandi

Rauði krossinn birtir hér samantekt sína um aðstæður flóttafólks í Grikklandi.

29

Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

30

Flugslysaæfing á Vopnafirði

Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.

31

Öflug skaðaminnkun en þörfin eykst stöðugt

Rauði krossinn opnar neyslurými á ný innan skamms. Þessi árangur næst í kjölfar öflugrar og árangursríkrar vinnu í þágu skaðaminnkunar hjá félaginu, en Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra í skaðaminnkun, segir að þörfin sé sífellt að aukast.

32

Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta 

Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum. 

33

Coca-Cola og Rauði krossinn hjálpa flóttafólki að aðlagast íslensku samfélagi

Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla þau sem sótt hafa um alþjóðlega vernd og einnig þau sem hafa fengið hér vernd.

34

Leikurinn \"Upplifun flóttamannsins\" í Kársnesskóla

Í mánuðinum tók Rauði krossinn í Kópavogi þátt í þemadögum í Kársnesskóla. Þemað að þessu sinni var flóttamaðurinn og heimsóttu verkefnastjórar hjá Rauða krossinum í Kópavogi nemendur í 9. bekk til að fara með þeim í leikinn “Upplifun flóttamannsins”.

35

Kópavogsdeild Rauða krossins hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

Á föstudaginn í síðustu viku hlaut Kópavogsdeild Rauða krossins styrk fyrir verkefnið Æfingin skapar meistarann frá félagsmálaráðuneytinu úr þróunarsjóði innflytjendamála. 

36

Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.

37

Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk

Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

38

Lokaákall til ríkisstjórna ESB um að setja mannúð í fyrsta sæti í löggjöf ESB um fólksflutninga og framkvæmd hennar

Evrópuskrifstofa Rauða krossins skorar á ríkisstjórnir ESB að leggja áherslu á mannúð og gildi sambandsins á lokastigi viðræðna þess um sáttmála um fólksflutninga og hælisveitingar.

39

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn

Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.

40

Málsmeðferð barna á flótta

Rauði krossinn fagnar þeim skrefum sem tekin voru í máli pakistanskrar fjölskyldu í gær, þar sem brottflutningi þeirra til Pakistan var frestað. 

41

Gylfi Þór tekur við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

42

Tveir sendifulltrúar frá Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi

Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í flóttamannbúðunum í Al-Hol í Sýrlandi, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatnshreinsimálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.\r\n 

43

Fræðslufundur um komu flóttafólks til Garðabæjar

 \r\nMiðvikudaginn 5. júní kl. 17:15 verður haldinn fræðslufundur, í Sveinatungu á Garðatorgi 7, um móttöku flóttafólks til Garðabæjar.

44

Alþjóðadagur flóttafólks

Í dag, á?alþjóðadegi flóttafólks,?minnum við á þá?skelfilegu staðreynd að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta.

45

30 ár síðan þau flúðu til Íslands

Flóttafjölskylda frá Víetnam sem flutti til Íslands fyrir 30 árum heimsóttu Rauða krossinn á fimmtudaginn og þökkuðu fyrir stuðninginn sem þeim var veittur þegar þau komu.

46

Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands

Að gefnu tilefni ítrekar Rauði krossinn þá afstöðu sína að fyrirhugaðar endursendingar flóttafólks til Grikklands séu ekki forsvaranlegar við núverandi aðstæður og hvetur íslensk stjórnvöld til að hverfa frá þeim.

47

Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku - margt smátt gerir eitt stórt

Núna er rétt um mánuður liðinn síðan flóðin skullu á í sunnanverðri Afríku. Starfsfólk Rauða krossins á svæðinu er nú loks farið að sjá árangur af vinnu undanfarna sólarhringa. \r\nÞú getur stutt starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649. 

48

Brimborg styrkir starf Rauða krossins fyrir flóttafólk

Bimborg hefur ákveðið að veita starfi Rauða krossins fyrir flóttafólk styrk sem nemur 6 milljónum króna, en styrknum er ætlað að styðja við flóttafólk og markmið Brimborgar um að tryggja fólki öruggan stað.