Almennar fréttir
100 milljónir til að efla stuðning við flóttafólk
15. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi fékk fyrr á þessu ári um 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu til að mæta aukinni þörf fyrir sálfélagslegan stuðning við flóttafólk.
Styrkurinn er hluti af samstarfsverkefni 25 landsfélaga Rauða krossins um alla Evrópu. Verkefninu er stýrt af Evrópuskrifstofu Rauða krossins, en þekkingarsetur Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi (e. IFRC Psychosocial Centre) fagstýrir því.
Þessi styrkveiting er hluti af viðbragði Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og er um leið hluti af stærra heilbrigðisverkefni Evrópusambandsins, sem ber heitið EU4Health. Verkefnið hófst í apríl 2022 og náði þá til fimm nágrannaríkja Úkraínu; Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklands, og Ungverjalands. Á þessu ári bættust svo tuttugu Evrópulönd í hópinn, þar á meðal Ísland. Áætluð er að verkefninu ljúki í júní 2025.
Markmið verkefnisins eru þríþætt:
- Að tryggja nægan sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur flúið átökin í Úkraínu og við nærsamfélag þeirra, þ.á.m. annað flóttafólk.
- Að styðja landsfélög Rauða krossins í viðleitni þeirra að mæta geðheilbrigðis- og sálfræðilegum þörfum starfsfólks, sjálfboðaliða og annarra viðbragðsaðila til að tryggja skilvirk viðbrögð fyrir, á meðan og eftir krísur og hamfarir.
- Að styðja við samstarf allra viðeigandi samstarfsaðila í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett sér það markmið að þjálfa a.m.k. 800 manns í sálrænni fyrstu hjálp og að veita um 3000 manns sálfélagslegan stuðning, en samtals hafa landsfélögin sett sér það markmið að þjálfa tæplega 15 þúsund manns í sálrænni fyrstu hjálp og að veita rúmlega 593 þúsund manns sálfélagslegan stuðning í þessu verkefni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.