Almennar fréttir
100 milljónir til að efla stuðning við flóttafólk
15. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi fékk fyrr á þessu ári um 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu til að mæta aukinni þörf fyrir sálfélagslegan stuðning við flóttafólk.

Styrkurinn er hluti af samstarfsverkefni 25 landsfélaga Rauða krossins um alla Evrópu. Verkefninu er stýrt af Evrópuskrifstofu Rauða krossins, en þekkingarsetur Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi (e. IFRC Psychosocial Centre) fagstýrir því.
Þessi styrkveiting er hluti af viðbragði Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og er um leið hluti af stærra heilbrigðisverkefni Evrópusambandsins, sem ber heitið EU4Health. Verkefnið hófst í apríl 2022 og náði þá til fimm nágrannaríkja Úkraínu; Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklands, og Ungverjalands. Á þessu ári bættust svo tuttugu Evrópulönd í hópinn, þar á meðal Ísland. Áætluð er að verkefninu ljúki í júní 2025.
Markmið verkefnisins eru þríþætt:
- Að tryggja nægan sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur flúið átökin í Úkraínu og við nærsamfélag þeirra, þ.á.m. annað flóttafólk.
- Að styðja landsfélög Rauða krossins í viðleitni þeirra að mæta geðheilbrigðis- og sálfræðilegum þörfum starfsfólks, sjálfboðaliða og annarra viðbragðsaðila til að tryggja skilvirk viðbrögð fyrir, á meðan og eftir krísur og hamfarir.
- Að styðja við samstarf allra viðeigandi samstarfsaðila í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett sér það markmið að þjálfa a.m.k. 800 manns í sálrænni fyrstu hjálp og að veita um 3000 manns sálfélagslegan stuðning, en samtals hafa landsfélögin sett sér það markmið að þjálfa tæplega 15 þúsund manns í sálrænni fyrstu hjálp og að veita rúmlega 593 þúsund manns sálfélagslegan stuðning í þessu verkefni.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.