Almennar fréttir
100 milljónir til að efla stuðning við flóttafólk
15. júní 2023
Rauði krossinn á Íslandi fékk fyrr á þessu ári um 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu til að mæta aukinni þörf fyrir sálfélagslegan stuðning við flóttafólk.
Styrkurinn er hluti af samstarfsverkefni 25 landsfélaga Rauða krossins um alla Evrópu. Verkefninu er stýrt af Evrópuskrifstofu Rauða krossins, en þekkingarsetur Rauða krossins í sálfélagslegum stuðningi (e. IFRC Psychosocial Centre) fagstýrir því.
Þessi styrkveiting er hluti af viðbragði Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og er um leið hluti af stærra heilbrigðisverkefni Evrópusambandsins, sem ber heitið EU4Health. Verkefnið hófst í apríl 2022 og náði þá til fimm nágrannaríkja Úkraínu; Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklands, og Ungverjalands. Á þessu ári bættust svo tuttugu Evrópulönd í hópinn, þar á meðal Ísland. Áætluð er að verkefninu ljúki í júní 2025.
Markmið verkefnisins eru þríþætt:
- Að tryggja nægan sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur flúið átökin í Úkraínu og við nærsamfélag þeirra, þ.á.m. annað flóttafólk.
- Að styðja landsfélög Rauða krossins í viðleitni þeirra að mæta geðheilbrigðis- og sálfræðilegum þörfum starfsfólks, sjálfboðaliða og annarra viðbragðsaðila til að tryggja skilvirk viðbrögð fyrir, á meðan og eftir krísur og hamfarir.
- Að styðja við samstarf allra viðeigandi samstarfsaðila í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi.
Rauði krossinn á Íslandi hefur sett sér það markmið að þjálfa a.m.k. 800 manns í sálrænni fyrstu hjálp og að veita um 3000 manns sálfélagslegan stuðning, en samtals hafa landsfélögin sett sér það markmið að þjálfa tæplega 15 þúsund manns í sálrænni fyrstu hjálp og að veita rúmlega 593 þúsund manns sálfélagslegan stuðning í þessu verkefni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“