Almennar fréttir
160 gestir í farsóttarhúsunum
22. nóvember 2021
Um 10% af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Á farsóttarhúsunum dvelja nú um 160 gestir, þarf af eru 150 í einangrun og 10-15 einstaklingar í sóttkví sem hafa verið að fylgja börnunum sínum í einangrun. Um þriðjungur gestanna eru börn, alveg frá nokkra mánaða upp í 15 ára gömul.
Um 10% af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Á farsóttarhúsunum dvelja nú um 160 gestir, þarf af eru 150 í einangrun og 10-15 einstaklingar í sóttkví sem hafa verið að fylgja börnunum sínum í einangrun. Um þriðjungur gestanna eru börn, alveg frá nokkra mánaða upp í 15 ára gömul.
Börnin sem dvelja í farsóttarhúsunum koma sum með ósmitaða foreldra með sér. Einnig hefur borið á að nýbakaðar mæður dvelji á farsóttarhúsum með ungabörnin með sér.
Þar sem plássin í farsóttarhúsunum eru takmörkuð, þá er þetta hugsað sem neyðarúrræði fyrir þá sem hafa í engin hús að venda þegar það greinist með Covid. Þá má nefna erlenda ferðamenn sem greinast á landamærunum eða á ferð sinni um landið og þeir einstaklingar sem ekki eru í aðstöðu til að vera í einangrun heima hjá sér. Það þarf einnig að létta á með A7 Covid-deildinni á Landspítalanum. Fólk sem útskrifast þaðan koma sum í farsóttarhúsin, það fólk er oft mjög veikt og þarf þá aukið eftirlit með.
Við viljum sérstaklega þakka Mannvinum Rauða krossins, en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.