Almennar fréttir
30 milljónir söfnuðust fyrir íbúa Úkraínu
25. mars 2022
Fyrirtæki Haga, Bónus, Hagkaup og Olís hafa með hjálp viðskiptavina safnað 30 milljónum í neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn.
Viðskiptavinum var boðið upp á að bæta við 500 kr styrktarupphæð við vörukaup sín í verslunum Bónus, Hagkaups og Olís. Hagar bættu síðan við mótframlagi að sömu upphæð. Þannig hafa þegar safnast um 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu.
Það var virkilega ánægjulegt að sjá samhug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki. Þúsundir viðskiptavina okkar hafa tekið þátt í söfnuninni og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málaefni.” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga
„Rauði krossinn vill þakka Högum og þeirra viðskiptavinum fyrir stuðninginn. Fjármagnið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita þeim neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.
Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út
Almennar fréttir 27. nóvember 2025Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.