Almennar fréttir
30 milljónir söfnuðust fyrir íbúa Úkraínu
25. mars 2022
Fyrirtæki Haga, Bónus, Hagkaup og Olís hafa með hjálp viðskiptavina safnað 30 milljónum í neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn.
Viðskiptavinum var boðið upp á að bæta við 500 kr styrktarupphæð við vörukaup sín í verslunum Bónus, Hagkaups og Olís. Hagar bættu síðan við mótframlagi að sömu upphæð. Þannig hafa þegar safnast um 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu.
Það var virkilega ánægjulegt að sjá samhug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki. Þúsundir viðskiptavina okkar hafa tekið þátt í söfnuninni og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málaefni.” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga
„Rauði krossinn vill þakka Högum og þeirra viðskiptavinum fyrir stuðninginn. Fjármagnið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita þeim neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.