Almennar fréttir
30 milljónir söfnuðust fyrir íbúa Úkraínu
25. mars 2022
Fyrirtæki Haga, Bónus, Hagkaup og Olís hafa með hjálp viðskiptavina safnað 30 milljónum í neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn.
Viðskiptavinum var boðið upp á að bæta við 500 kr styrktarupphæð við vörukaup sín í verslunum Bónus, Hagkaups og Olís. Hagar bættu síðan við mótframlagi að sömu upphæð. Þannig hafa þegar safnast um 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu.
Það var virkilega ánægjulegt að sjá samhug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki. Þúsundir viðskiptavina okkar hafa tekið þátt í söfnuninni og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málaefni.” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga
„Rauði krossinn vill þakka Högum og þeirra viðskiptavinum fyrir stuðninginn. Fjármagnið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita þeim neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.