Almennar fréttir
30 milljónir söfnuðust fyrir íbúa Úkraínu
25. mars 2022
Fyrirtæki Haga, Bónus, Hagkaup og Olís hafa með hjálp viðskiptavina safnað 30 milljónum í neyðarsöfnun fyrir íbúa Úkraínu í samstarfi við Rauða krossinn.
Viðskiptavinum var boðið upp á að bæta við 500 kr styrktarupphæð við vörukaup sín í verslunum Bónus, Hagkaups og Olís. Hagar bættu síðan við mótframlagi að sömu upphæð. Þannig hafa þegar safnast um 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu.
Það var virkilega ánægjulegt að sjá samhug landsmanna með úkraínsku þjóðinni í verki. Þúsundir viðskiptavina okkar hafa tekið þátt í söfnuninni og aðstoðað okkur við að styrkja þetta þarfa málaefni.” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga
„Rauði krossinn vill þakka Högum og þeirra viðskiptavinum fyrir stuðninginn. Fjármagnið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita þeim neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“