Almennar fréttir
40 milljónir til Afganistan
28. september 2021
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í dag. Í kjölfar þessarar söfnunar mun Rauði krossinn á Íslandi senda alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið.
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í dag. „Við erum ljómandi ánægð með þann stuðning sem neyðarsöfnunin hefur fengið og ljóst að landsmenn sýna Afgönum og aðstæðum þeirra mikinn skilning. Það höfum við fundið svo skýrt“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.
Í kjölfar þessarar söfnunar mun Rauði krossinn á Íslandi senda alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið. Íslensk stjórnvöld styðja líka myndarlega starf Rauða krossins í Afganistan, þar sem þau hafa þegar styrkt alþjóðaráð Rauða krossins um 30 milljónir króna. Sjö milljónir hafa safnast frá almenningi og deildum Rauða krossins og tæpar þrjár milljónir verða nýttar af rammasamningi Rauða krossins við utanríkisráðuneytið. Áhersla verður lögð á heilbrigðisaðstoð sem og að auka fæðuöryggi í landi þar sem miklir þurrkar hafa geysað og aðgengi að matvælum oft takmarkað, mjög lítið eða nánast ekkert.
Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan og hægt verður að veita þúsundum Afgana, ef ekki tugþúsundum aðstoð. „Það sýnir okkur svo skýrt að framlag hvers og eins telur og að samtakamáttur okkar hér á Íslandi getur sannarlega haft lífsbjargandi áhrif í fjarlægum löndum eins og núna í Afganistan“, segir Atli að lokum og þakkar landsmönnum, stjórnvöldum og deildum Rauða krossins innilega fyrir stuðninginn við stríðshrjáða í Afganistan.
Síðast en ekki síst þakkar Rauði krossinn einnig Mannvinum sem gera okkur kleift að bregðast við og halda uppi hjálparstarfi um allan heim á neyðarstundum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.