Almennar fréttir
70 ár frá samþykkt Genfarsamninganna
12. ágúst 2019
Í dag eru 70 ár frá því að Genfarsamningarnir voru samþykktir. Genfarsamningarnir eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í átökum.
Í dag eru 70 ár frá því að Genfarsamningarnir voru samþykktir. Genfarsamningarnir eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í átökum. Þetta eru óbreyttir borgarar, hermenn sem hafa særst eða gefist upp og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir líknarstarfi á átakasvæðum. Samkvæmt samningunum má ekki ráðast á þessa aðila eða beita þá andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Enn þann dag í dag reynast þessir samningar einir mikilvægustu alþjóðasamningar heimsins.
Samkvæmt Genfarsamningunum gegnir Rauða kross hreyfingin sérstöku hlutverki sem óháður aðili á átaka- og spennusvæðum. Henry Dunant, stofnandi Rauða krossins, átti frumkvæði að alþjóðlegu mannúðarstarfi. Dunant varð vitni að blóðugri orustu árið 1859 í Solferino á Norður-Ítalíu sem hafði mikil áhrif á hann. Í kjölfarið skipulagði hann hjálparstarf á vígvellinum. Hjálparliðið kom öllum særðum hermönnum á vígvellinum til hjálpar án tillits til þess hvaða liði þeir tilheyrðu. Þarna birtist í hnotskurn það hlutleysi sem alla tíð síðan hefur einkennt starfsemi Rauða krossins.
Genfarsamningarnir eru alls fjórir og var sá fyrsti samþykktur árið 1864. Samkvæmt honum skal vernda þá sem ekki taka lengur þátt í vopnuðum átökum og hjúkra skuli særðum hermönnum. Annar samningurinn er frá 1899. Samkvæmt honum skulu skipbrotsmenn sem falla í hendur andstæðinga teljast stríðsfangar og njóta sömu verndar. Deiluaðilar eiga að leita að skipbrotsmönnum og veita þeim aðstoð. Samkvæmt þriðja samningnum frá árinu 1929 eiga þeir hermenn sem lagt hafa niður vopn eða verið teknir til fanga rétt á vernd og mannúðlegri meðferð.
Fjórði og síðasti samningurinn var samþykktur árið 1949 þegar allir fyrri samningarnir voru teknir til endurskoðunar. Fjórði samningurinn verndar almenning gagnvart hörmungum stríðsins. Í dag eru 70 ár síðan sá sáttmáli tók gildi.
Genfarsáttmálarnir eru alþjóðleg viðbrögð við þesskonar þjáningu sem við sjáum nú í dag í Sýrlandi, Yemen og Suður-Súdan, ásamt fleiri ríkjum víða um heim. Árið 1949, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar og helfararinnar, var sæst á Genfarsáttmálana þvert á ríki vegna þess að þeir endurspeigluðu almenn siðferðileg gildi. 70 árum seinna eru þeir jafn mikilvægir til verndar mannslífum og þeim var ætlað að vera í upphafi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.