Almennar fréttir
96 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi
10. desember 2020
Í dag, 10. desember, er Rauði krossinn á Íslandi 96 ára.
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 96 ára afmæli sínu í ár, en félagið var stofnað árið 1924.
Um upphaf Rauða krossins á Íslandi segir í ritinu Í þágu mannúðar 1924-1999 sem Margrét Guðmundsdóttir tók saman að Sveinn Björnsson, síðar forseti, hafi kynnst starfsemi Rauða krossins þegar hann var sendiherra í Kaupmannahöfn.
Sveinn segist hafa orðið \"óþægilega\" var við að Íslendingar hefðu ekki gengið til liðs við samtökin. Hann leitaði eftir handleiðslu og upplýsingum frá Alþjóðaráði Rauða krossins árið 1922.
Þegar fundarstjórinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti bar upp tillögu um stofnun Rauða kross Íslands vra hún samþykkt með \"öllum þorra atkvæða gegn einu.
Rauði krossinn hefur unnið ötullega að mannúðarmálum allar götur síðan og stefnir ótrauður áfram að sinna málsvarastarfi fyrir jaðarsetta hópa og aðra sem á þurfa að halda. Það styttist í 100 ára afmæli félagsins og við lítum björtum augum til framtíðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.