Almennar fréttir
96 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi
10. desember 2020
Í dag, 10. desember, er Rauði krossinn á Íslandi 96 ára.
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 96 ára afmæli sínu í ár, en félagið var stofnað árið 1924.
Um upphaf Rauða krossins á Íslandi segir í ritinu Í þágu mannúðar 1924-1999 sem Margrét Guðmundsdóttir tók saman að Sveinn Björnsson, síðar forseti, hafi kynnst starfsemi Rauða krossins þegar hann var sendiherra í Kaupmannahöfn.
Sveinn segist hafa orðið \"óþægilega\" var við að Íslendingar hefðu ekki gengið til liðs við samtökin. Hann leitaði eftir handleiðslu og upplýsingum frá Alþjóðaráði Rauða krossins árið 1922.
Þegar fundarstjórinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti bar upp tillögu um stofnun Rauða kross Íslands vra hún samþykkt með \"öllum þorra atkvæða gegn einu.
Rauði krossinn hefur unnið ötullega að mannúðarmálum allar götur síðan og stefnir ótrauður áfram að sinna málsvarastarfi fyrir jaðarsetta hópa og aðra sem á þurfa að halda. Það styttist í 100 ára afmæli félagsins og við lítum björtum augum til framtíðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.