Almennar fréttir
96 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi
10. desember 2020
Í dag, 10. desember, er Rauði krossinn á Íslandi 96 ára.
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 96 ára afmæli sínu í ár, en félagið var stofnað árið 1924.
Um upphaf Rauða krossins á Íslandi segir í ritinu Í þágu mannúðar 1924-1999 sem Margrét Guðmundsdóttir tók saman að Sveinn Björnsson, síðar forseti, hafi kynnst starfsemi Rauða krossins þegar hann var sendiherra í Kaupmannahöfn.
Sveinn segist hafa orðið \"óþægilega\" var við að Íslendingar hefðu ekki gengið til liðs við samtökin. Hann leitaði eftir handleiðslu og upplýsingum frá Alþjóðaráði Rauða krossins árið 1922.
Þegar fundarstjórinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti bar upp tillögu um stofnun Rauða kross Íslands vra hún samþykkt með \"öllum þorra atkvæða gegn einu.
Rauði krossinn hefur unnið ötullega að mannúðarmálum allar götur síðan og stefnir ótrauður áfram að sinna málsvarastarfi fyrir jaðarsetta hópa og aðra sem á þurfa að halda. Það styttist í 100 ára afmæli félagsins og við lítum björtum augum til framtíðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“