Almennar fréttir
Á alþjóðadegi þeirra horfnu
30. ágúst 2021
Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.
Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.
Árið 2013 tóku ýmis landsfélög Rauða krossins í Evrópu og alþjóðaráð Rauða krossins höndum saman og komu á fót verkefninu Trace the Face með það að markmiði að aðstoða fólk við að finna ástvini sína að nýju.
Trace the Face er vefsíða þar sem einstaklingar geta birt myndir af sér og þannig látið vita af leit sinni að ættingjum sem týnst hafa á leið sinni til Evrópu. Verkefnið hefur frá árinu 2013 vaxið út fyrir Evrópu, einkum til Afríku og Asíu, og þannig aðstoðað enn fleiri í leit sinni að ástvinum. Í dag hafa vel yfir 6.000 einstaklingar birt mynd á vefnum en yfir 24.500 aðilar af 129 þjóðernum eru skráðir týndir. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu.
Þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 voru 22 fjölskyldur sameinaðar á fyrri helmingi ársins 2021. Frá árinu 2013 hafa 245 fjölskyldur verið sameinaðar fyrir tilstuðlan Trace the Face og þurfa því ekki lengur að glíma við kvíða og aðra vanlíðan sem fylgir því að vita ekki um afdrif ástvina sinna.
Fjölskyldusameiningar skipta miklu í mannúðarstarfi Rauða krossins og því hvetjum við – á degi horfinna einstaklinga – til dreifingar á vefsíðunni http://www.tracetheface.org/ í einlægri von um að geta aðstoðað enn fleiri við að finna ættingja sína og ástvini að nýju.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“