Almennar fréttir
Á alþjóðadegi þeirra horfnu
30. ágúst 2021
Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.
Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.
Árið 2013 tóku ýmis landsfélög Rauða krossins í Evrópu og alþjóðaráð Rauða krossins höndum saman og komu á fót verkefninu Trace the Face með það að markmiði að aðstoða fólk við að finna ástvini sína að nýju.
Trace the Face er vefsíða þar sem einstaklingar geta birt myndir af sér og þannig látið vita af leit sinni að ættingjum sem týnst hafa á leið sinni til Evrópu. Verkefnið hefur frá árinu 2013 vaxið út fyrir Evrópu, einkum til Afríku og Asíu, og þannig aðstoðað enn fleiri í leit sinni að ástvinum. Í dag hafa vel yfir 6.000 einstaklingar birt mynd á vefnum en yfir 24.500 aðilar af 129 þjóðernum eru skráðir týndir. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu.
Þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 voru 22 fjölskyldur sameinaðar á fyrri helmingi ársins 2021. Frá árinu 2013 hafa 245 fjölskyldur verið sameinaðar fyrir tilstuðlan Trace the Face og þurfa því ekki lengur að glíma við kvíða og aðra vanlíðan sem fylgir því að vita ekki um afdrif ástvina sinna.
Fjölskyldusameiningar skipta miklu í mannúðarstarfi Rauða krossins og því hvetjum við – á degi horfinna einstaklinga – til dreifingar á vefsíðunni http://www.tracetheface.org/ í einlægri von um að geta aðstoðað enn fleiri við að finna ættingja sína og ástvini að nýju.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.