Almennar fréttir
Á alþjóðadegi þeirra horfnu
30. ágúst 2021
Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.
Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.
Árið 2013 tóku ýmis landsfélög Rauða krossins í Evrópu og alþjóðaráð Rauða krossins höndum saman og komu á fót verkefninu Trace the Face með það að markmiði að aðstoða fólk við að finna ástvini sína að nýju.
Trace the Face er vefsíða þar sem einstaklingar geta birt myndir af sér og þannig látið vita af leit sinni að ættingjum sem týnst hafa á leið sinni til Evrópu. Verkefnið hefur frá árinu 2013 vaxið út fyrir Evrópu, einkum til Afríku og Asíu, og þannig aðstoðað enn fleiri í leit sinni að ástvinum. Í dag hafa vel yfir 6.000 einstaklingar birt mynd á vefnum en yfir 24.500 aðilar af 129 þjóðernum eru skráðir týndir. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu.
Þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 voru 22 fjölskyldur sameinaðar á fyrri helmingi ársins 2021. Frá árinu 2013 hafa 245 fjölskyldur verið sameinaðar fyrir tilstuðlan Trace the Face og þurfa því ekki lengur að glíma við kvíða og aðra vanlíðan sem fylgir því að vita ekki um afdrif ástvina sinna.
Fjölskyldusameiningar skipta miklu í mannúðarstarfi Rauða krossins og því hvetjum við – á degi horfinna einstaklinga – til dreifingar á vefsíðunni http://www.tracetheface.org/ í einlægri von um að geta aðstoðað enn fleiri við að finna ættingja sína og ástvini að nýju.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf 09. maí 2025Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.