Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
12. febrúar 2025
Aðalfundur höfuðborgardeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Víkurhvarfi 1, í sal: Birta.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundastjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar
- Innsendar tillögur
- Kosning deildarstjórnar
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra
- Önnur mál
- Þakkir til fráfarandi stjórnarmanna
- Viðurkenning sjálfboðaliða
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2024. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningar í allar trúnaðarstöður deildarinnar eru leynilegar sbr. 9.tl. 19.gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
- Stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.