Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
29. janúar 2024
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 14. mars.
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 18.00 í húsnæði deildarinnar á Akureyri, Viðjulundi 2 – suðursal
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Álfheiður Svana Kristjánsdóttir neyðarvarnarfulltrúi segir frá viðbrögðum Rauða krossins í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar í Grindavík.
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
- Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 19. gr.
- Kosning deildarstjórnar skv. 20.gr.
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 8. mgr. 19 .gr.
- Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2023. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningar í allar trúnaðarstöður deildarinnar eru leynilegar sbr. 9.tl. 19.gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Stjórn Rauða krossins við Eyjafjörð
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.