Almennar fréttir
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
29. janúar 2024
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 14. mars.
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 18.00 í húsnæði deildarinnar á Akureyri, Viðjulundi 2 – suðursal
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Álfheiður Svana Kristjánsdóttir neyðarvarnarfulltrúi segir frá viðbrögðum Rauða krossins í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi og rýmingar í Grindavík.
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
- Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 19. gr.
- Kosning deildarstjórnar skv. 20.gr.
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 8. mgr. 19 .gr.
- Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2023. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningar í allar trúnaðarstöður deildarinnar eru leynilegar sbr. 9.tl. 19.gr. laga Rauða krossins á Íslandi.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Stjórn Rauða krossins við Eyjafjörð
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.