Almennar fréttir
Áfallamiðstöð opin á Egilsstöðum í dag
27. ágúst 2021
Rauði krossinn hefur verið að störfum á Egilsstöðum í kjölfar vopnaðra lögregluaðgerða gærkvöldi. Hlutverk Rauða krossins snýr einkum að sálrænum stuðningi og fræðslu. Áfallamiðstöð verður opin í Egilsstaðaskóla í dag á milli klukkan 16 og 18 þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning.
Rauði krossinn hefur verið að störfum á Egilsstöðum í kjölfar vopnaðra lögregluaðgerða gærkvöldi. Hlutverk Rauða krossins snýr einkum að sálrænum stuðningi og fræðslu.
Áfallamiðstöð verður opin í Egilsstaðaskóla í dag á milli klukkan 16 og 18 þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning. Öll velkomin en foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hefur á kvíða hjá þeim og vanlíðan.
Við minnum á Hjálparsímann 1717 og netspjallið á 1717.is þar sem sækja má stuðning, ráðgjöf og fræðslu í trúnaði og nafnleynd, allan sólarhringinn.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.