Almennar fréttir
Afstaða Rauða krossins á Íslandi og Endurlífgunarráðs Íslands gagnvart sogtæki til að losa aðskotahlut í öndunarvegi
04. apríl 2023
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Umræða hefur verið á Íslandi um notkun á sérstöku sogtæki til þess að losa aðskotahlut í öndunarvegi en bæði Rauði krossinn á Íslandi og Endurlífgunarráð Íslands hafa fengið fyrirspurnir og ábendingar frá almenningi um þetta tæki, sérstaklega varðandi notkun þess á börnum.
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð hafa tekið þá sameiginlegu afstöðu að mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Í dag eru ekki til fullnægjandi rannsóknir og gögn um virkni og öryggi þessa tækis. Einnig eru áhyggjur um að notkun sogtækis geti leitt til þess að seinkun verði á því að veitt sé viðurkennd skyndihjálparaðferð við að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Gögnin sem stuðst var við í ákvörðunartökunni eru eftirfarandi:
ILCOR
Removal of foreign body airway obstruction (BLS 368): Systematic Review (ilcor.org)
IFRC
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.