Almennar fréttir
Afstaða Rauða krossins á Íslandi og Endurlífgunarráðs Íslands gagnvart sogtæki til að losa aðskotahlut í öndunarvegi
04. apríl 2023
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Umræða hefur verið á Íslandi um notkun á sérstöku sogtæki til þess að losa aðskotahlut í öndunarvegi en bæði Rauði krossinn á Íslandi og Endurlífgunarráð Íslands hafa fengið fyrirspurnir og ábendingar frá almenningi um þetta tæki, sérstaklega varðandi notkun þess á börnum.
Rauði krossinn og Endurlífgunarráð hafa tekið þá sameiginlegu afstöðu að mæla ekki með notkun á sogtæki við að reyna að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Í dag eru ekki til fullnægjandi rannsóknir og gögn um virkni og öryggi þessa tækis. Einnig eru áhyggjur um að notkun sogtækis geti leitt til þess að seinkun verði á því að veitt sé viðurkennd skyndihjálparaðferð við að losa aðskotahlut í öndunarvegi.
Gögnin sem stuðst var við í ákvörðunartökunni eru eftirfarandi:
ILCOR
Removal of foreign body airway obstruction (BLS 368): Systematic Review (ilcor.org)
IFRC
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.