Almennar fréttir
Allir út að ganga! Gönguvinir er nýtt verkefni hjá Rauða krossinum
05. maí 2020
Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna.
Allir út að ganga!
Mikilvægi hreyfingar er flestum kunnug. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa lífstílssjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Annað mikilvægt atriði þegar kemur að heilsu eru félagsleg tengsl.
Þegar skoðaðir eru þættir sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að félagsleg tengsl skipta gífurlegu máli. Því hefur Rauði krossinn í Kópavogi hafið nýtt verkefni þar sem þessir þættir koma saman.
Gönguvinir Rauða krossins er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta útiveru og góðrar samveru. Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun.
Ávinningur þess að taka þátt er:
- Útivera
- Fá frískt loft
- Hreyfing
- Góður félagsskapur
Ef þú vilt fá gönguvin þá er hægt að sækja um hér og ef þú vilt gerast sjálfboðaliði þá er hægt að sækja um hér.
Verkefnið Gönguvinir er eitt af vinaverkefnum Rauða krossins sem hafa það markmið að rjúfa félagslega einangrun. Nú getur fólk því sótt um að fá gönguvin, heimsóknarvin, símavin og hundavin.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.