Almennar fréttir
Allir út að ganga! Gönguvinir er nýtt verkefni hjá Rauða krossinum
05. maí 2020
Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna.
Allir út að ganga!
Mikilvægi hreyfingar er flestum kunnug. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa lífstílssjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Annað mikilvægt atriði þegar kemur að heilsu eru félagsleg tengsl.
Þegar skoðaðir eru þættir sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að félagsleg tengsl skipta gífurlegu máli. Því hefur Rauði krossinn í Kópavogi hafið nýtt verkefni þar sem þessir þættir koma saman.
Gönguvinir Rauða krossins er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta útiveru og góðrar samveru. Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun.
Ávinningur þess að taka þátt er:
- Útivera
- Fá frískt loft
- Hreyfing
- Góður félagsskapur
Ef þú vilt fá gönguvin þá er hægt að sækja um hér og ef þú vilt gerast sjálfboðaliði þá er hægt að sækja um hér.
Verkefnið Gönguvinir er eitt af vinaverkefnum Rauða krossins sem hafa það markmið að rjúfa félagslega einangrun. Nú getur fólk því sótt um að fá gönguvin, heimsóknarvin, símavin og hundavin.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.