Almennar fréttir
Allir út að ganga! Gönguvinir er nýtt verkefni hjá Rauða krossinum
05. maí 2020
Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna.
Allir út að ganga!
Mikilvægi hreyfingar er flestum kunnug. Hreyfing getur komið í veg fyrir ýmsa lífstílssjúkdóma og stuðlað að bættri heilsu og lengra lífi. Annað mikilvægt atriði þegar kemur að heilsu eru félagsleg tengsl.
Þegar skoðaðir eru þættir sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að félagsleg tengsl skipta gífurlegu máli. Því hefur Rauði krossinn í Kópavogi hafið nýtt verkefni þar sem þessir þættir koma saman.
Gönguvinir Rauða krossins er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta útiveru og góðrar samveru. Félagsleg einangrun hefur aukist vegna Covid-19 og er verkefnið komið til að bregðast við breyttra aðstæðna. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun.
Ávinningur þess að taka þátt er:
- Útivera
- Fá frískt loft
- Hreyfing
- Góður félagsskapur
Ef þú vilt fá gönguvin þá er hægt að sækja um hér og ef þú vilt gerast sjálfboðaliði þá er hægt að sækja um hér.
Verkefnið Gönguvinir er eitt af vinaverkefnum Rauða krossins sem hafa það markmið að rjúfa félagslega einangrun. Nú getur fólk því sótt um að fá gönguvin, heimsóknarvin, símavin og hundavin.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.