Almennar fréttir
Alþjóðadagur Rauða krossins er í dag!
08. maí 2023
Í dag heldur Rauða krossinn upp á alþjóðadag hreyfingarinnar, en 8. maí er fæðingardagur stofnandans, Henry Dunant.

Í dag, á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans, fögnum við arfleið Henry Dunant, stofnanda Rauða krossins sem fæddist á þessum degi árið 1828, og þeim óteljandi sjálfboðaliðum og starfsmönnum sem hafa fylgt fordæmi hans á þeim 160 árum sem eru liðin frá stofnun félagsins. Um allan heim vinnur þetta fólk hörðum höndum að því að hjálpa öllum sem eru í neyð á sama tíma og grundvallarhugsjónum Rauða krossins er fylgt.
Rauði krossinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum í starfi sínu við að sinna hjálparstörfum víða um heim og alvarleg vandamál eins og náttúruhamfarir og neyðarástand í heilbrigðismálum eru að verða algengari og stærri. Stríðandi fylkingar virða líka iðulega ekki grundvallarreglur í alþjóðlegum mannúðarlögum og hindra störf hjálparsamtaka.
En heimsbyggðin hefur séð hve miklum árangri Rauða kross-hreyfingin nær við að veita mannúðaraðstoð, vernda þau sem þurfa mest á vernd að halda og mæta samverkandi krísum. Styrkur okkar liggur í sameiningu okkar og ákveðni í að fylgja grundvallarhugsjónum eins og hlutleysi, óhlutdrægni, sjálfstæði í mannúðaraðgerðum og skuldbindingu að mannúð.
Í dag fögnum við þeim milljónum sjálfboðaliða og starfsfólks Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim sem viðhalda hugsjónum Henry Dunant um að veita fólki sem er að mæta gríðarlegum erfiðleikum von og reisn án þess að gera neinn greinarmun á fólki.
Til hamingju með alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans! #FráHjartanu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.