Almennar fréttir
Alþjóðadagur Rauða krossins er í dag!
08. maí 2023
Í dag heldur Rauða krossinn upp á alþjóðadag hreyfingarinnar, en 8. maí er fæðingardagur stofnandans, Henry Dunant.
Í dag, á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans, fögnum við arfleið Henry Dunant, stofnanda Rauða krossins sem fæddist á þessum degi árið 1828, og þeim óteljandi sjálfboðaliðum og starfsmönnum sem hafa fylgt fordæmi hans á þeim 160 árum sem eru liðin frá stofnun félagsins. Um allan heim vinnur þetta fólk hörðum höndum að því að hjálpa öllum sem eru í neyð á sama tíma og grundvallarhugsjónum Rauða krossins er fylgt.
Rauði krossinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum í starfi sínu við að sinna hjálparstörfum víða um heim og alvarleg vandamál eins og náttúruhamfarir og neyðarástand í heilbrigðismálum eru að verða algengari og stærri. Stríðandi fylkingar virða líka iðulega ekki grundvallarreglur í alþjóðlegum mannúðarlögum og hindra störf hjálparsamtaka.
En heimsbyggðin hefur séð hve miklum árangri Rauða kross-hreyfingin nær við að veita mannúðaraðstoð, vernda þau sem þurfa mest á vernd að halda og mæta samverkandi krísum. Styrkur okkar liggur í sameiningu okkar og ákveðni í að fylgja grundvallarhugsjónum eins og hlutleysi, óhlutdrægni, sjálfstæði í mannúðaraðgerðum og skuldbindingu að mannúð.
Í dag fögnum við þeim milljónum sjálfboðaliða og starfsfólks Rauða krossins og Rauða hálfmánans um allan heim sem viðhalda hugsjónum Henry Dunant um að veita fólki sem er að mæta gríðarlegum erfiðleikum von og reisn án þess að gera neinn greinarmun á fólki.
Til hamingju með alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans! #FráHjartanu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.