Almennar fréttir
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag!
05. desember 2022
Í dag, mánudaginn 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig í dag og þakka þeim.
Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum sínum sem gera starf félagsins mögulegt. Hjá Rauða krossinum á Íslandi starfa um 3.000 sjálfboðaliðar. Sjálfboðaliðar sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni Rauða krossins gera íslenskt samfélag ríkara.
Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig í dag og þakka þeim.
Takk sjálfboðaliðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.