Almennar fréttir
Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar 2023
25. júlí 2023
Vissir þú að skyndihjálp getur bjargað manneskju frá drukknun?

Í dag er Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar, en árið 2021 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sögulega ályktun um forvarnir gegn drukknun á heimsvísu.
Vatn hefur verið stór hluti af daglegu lífi Íslendinga frá örófi alda í bæði leik og starfi. Hættulaust er það þó ekki og síðasta áratuginn hefur á hverri klukkustund að jafnaði 26 manns drukknað í heiminum. Talað hefur verið um drukknun sem þöglan faraldur sem hægt er að koma í veg fyrir.
Rauði krossinn vill vekja athygli á mikilvægi almennings í forvörnum og skyndihjálp. Er það hluti af því að hvetja til bættra viðbragða og efla aðgerðir til að hindra dauðsföll að völdum drukknunar. Fræðsla til almennings um forvarnir við drukknun og skyndihjálp eru einnar mikilvægast.
Einnig í tilefni dagsins er vert að nefna að á árinu gerðu Rauði krossinn og Umhverfisstofnun tímamótasamning í málaflokknum Skyndihjálp og björgun og er það mikilvægt skref í eflingu aðgerða á sviði öryggismála sundsstaða á Íslandi.

Viltu vita meira ?
Rauði krossinn hefur um áraraðir verið leiðandi í skyndihjálparþjálfun almennings og hefur það sem eitt af aðalmarkmiðum sínu að stuðla að útbreiðslu skyndihjálparkunnáttu á landsvísu.
Sjá má skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.