Almennar fréttir
Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar 2023
25. júlí 2023
Vissir þú að skyndihjálp getur bjargað manneskju frá drukknun?
Í dag er Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar, en árið 2021 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sögulega ályktun um forvarnir gegn drukknun á heimsvísu.
Vatn hefur verið stór hluti af daglegu lífi Íslendinga frá örófi alda í bæði leik og starfi. Hættulaust er það þó ekki og síðasta áratuginn hefur á hverri klukkustund að jafnaði 26 manns drukknað í heiminum. Talað hefur verið um drukknun sem þöglan faraldur sem hægt er að koma í veg fyrir.
Rauði krossinn vill vekja athygli á mikilvægi almennings í forvörnum og skyndihjálp. Er það hluti af því að hvetja til bættra viðbragða og efla aðgerðir til að hindra dauðsföll að völdum drukknunar. Fræðsla til almennings um forvarnir við drukknun og skyndihjálp eru einnar mikilvægast.
Einnig í tilefni dagsins er vert að nefna að á árinu gerðu Rauði krossinn og Umhverfisstofnun tímamótasamning í málaflokknum Skyndihjálp og björgun og er það mikilvægt skref í eflingu aðgerða á sviði öryggismála sundsstaða á Íslandi.
Viltu vita meira ?
Rauði krossinn hefur um áraraðir verið leiðandi í skyndihjálparþjálfun almennings og hefur það sem eitt af aðalmarkmiðum sínu að stuðla að útbreiðslu skyndihjálparkunnáttu á landsvísu.
Sjá má skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Neyðarástandið er hvergi nærri á enda“
Alþjóðastarf 26. janúar 2026„Meirihluti fólksins á Gaza býr enn við skelfilegar aðstæður,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Byggingar eru enn rústir einar. Fjölskyldur syrgja enn ástvini. Margt af því sem þær þekktu áður er horfið. Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er staðráðin í að halda aðstoð sinni áfram.“
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“