Almennar fréttir
Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar 2023
25. júlí 2023
Vissir þú að skyndihjálp getur bjargað manneskju frá drukknun?
Í dag er Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar, en árið 2021 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sögulega ályktun um forvarnir gegn drukknun á heimsvísu.
Vatn hefur verið stór hluti af daglegu lífi Íslendinga frá örófi alda í bæði leik og starfi. Hættulaust er það þó ekki og síðasta áratuginn hefur á hverri klukkustund að jafnaði 26 manns drukknað í heiminum. Talað hefur verið um drukknun sem þöglan faraldur sem hægt er að koma í veg fyrir.
Rauði krossinn vill vekja athygli á mikilvægi almennings í forvörnum og skyndihjálp. Er það hluti af því að hvetja til bættra viðbragða og efla aðgerðir til að hindra dauðsföll að völdum drukknunar. Fræðsla til almennings um forvarnir við drukknun og skyndihjálp eru einnar mikilvægast.
Einnig í tilefni dagsins er vert að nefna að á árinu gerðu Rauði krossinn og Umhverfisstofnun tímamótasamning í málaflokknum Skyndihjálp og björgun og er það mikilvægt skref í eflingu aðgerða á sviði öryggismála sundsstaða á Íslandi.
Viltu vita meira ?
Rauði krossinn hefur um áraraðir verið leiðandi í skyndihjálparþjálfun almennings og hefur það sem eitt af aðalmarkmiðum sínu að stuðla að útbreiðslu skyndihjálparkunnáttu á landsvísu.
Sjá má skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.