Almennar fréttir
Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar 2023
25. júlí 2023
Vissir þú að skyndihjálp getur bjargað manneskju frá drukknun?
Í dag er Alþjóðlegur forvarnardagur drukknunar, en árið 2021 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sögulega ályktun um forvarnir gegn drukknun á heimsvísu.
Vatn hefur verið stór hluti af daglegu lífi Íslendinga frá örófi alda í bæði leik og starfi. Hættulaust er það þó ekki og síðasta áratuginn hefur á hverri klukkustund að jafnaði 26 manns drukknað í heiminum. Talað hefur verið um drukknun sem þöglan faraldur sem hægt er að koma í veg fyrir.
Rauði krossinn vill vekja athygli á mikilvægi almennings í forvörnum og skyndihjálp. Er það hluti af því að hvetja til bættra viðbragða og efla aðgerðir til að hindra dauðsföll að völdum drukknunar. Fræðsla til almennings um forvarnir við drukknun og skyndihjálp eru einnar mikilvægast.
Einnig í tilefni dagsins er vert að nefna að á árinu gerðu Rauði krossinn og Umhverfisstofnun tímamótasamning í málaflokknum Skyndihjálp og björgun og er það mikilvægt skref í eflingu aðgerða á sviði öryggismála sundsstaða á Íslandi.
Viltu vita meira ?
Rauði krossinn hefur um áraraðir verið leiðandi í skyndihjálparþjálfun almennings og hefur það sem eitt af aðalmarkmiðum sínu að stuðla að útbreiðslu skyndihjálparkunnáttu á landsvísu.
Sjá má skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.