Almennar fréttir
Arion banki styrkir Rauða krossinn
01. apríl 2022
Viðskiptavinir Arion banka og bankinn styrktu Rauða krossinn um rúmar 10 milljónir króna vegna móttöku flóttafólks
Viðskiptavinir Arion banka og Arion banki gáfu fyrr í vikunni rúmar tíu milljónir króna til verkefna Rauða krossins á Íslandi í tengslum við móttöku flóttafólks hér á landi. Rúmar fimm milljónir komu úr söfnunarbaukum sem eru í útibúum bankans um land allt og bankinn gaf sömuleiðis fimm milljónir. Í tengslum við afhendingu styrksins var starfsfólk Rauða krossins með fræðslu fyrir starfsfólk bankans um stöðu flóttafólks.
Arion banki hvetur fleiri fyrirtæki til að leggja Rauða krossinum lið en búist er við mikilli aukningu á komu flóttafólks hingað til lands á næstu vikum og mánuðum. Einstaklingar geta meðal annars lagt sitt af mörkum með mánaðarlegum framlögum eða með því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.