Almennar fréttir
Arion banki styrkir Rauða krossinn
01. apríl 2022
Viðskiptavinir Arion banka og bankinn styrktu Rauða krossinn um rúmar 10 milljónir króna vegna móttöku flóttafólks
Viðskiptavinir Arion banka og Arion banki gáfu fyrr í vikunni rúmar tíu milljónir króna til verkefna Rauða krossins á Íslandi í tengslum við móttöku flóttafólks hér á landi. Rúmar fimm milljónir komu úr söfnunarbaukum sem eru í útibúum bankans um land allt og bankinn gaf sömuleiðis fimm milljónir. Í tengslum við afhendingu styrksins var starfsfólk Rauða krossins með fræðslu fyrir starfsfólk bankans um stöðu flóttafólks.
Arion banki hvetur fleiri fyrirtæki til að leggja Rauða krossinum lið en búist er við mikilli aukningu á komu flóttafólks hingað til lands á næstu vikum og mánuðum. Einstaklingar geta meðal annars lagt sitt af mörkum með mánaðarlegum framlögum eða með því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.