Almennar fréttir
Arion banki styrkir Rauða krossinn
01. apríl 2022
Viðskiptavinir Arion banka og bankinn styrktu Rauða krossinn um rúmar 10 milljónir króna vegna móttöku flóttafólks
Viðskiptavinir Arion banka og Arion banki gáfu fyrr í vikunni rúmar tíu milljónir króna til verkefna Rauða krossins á Íslandi í tengslum við móttöku flóttafólks hér á landi. Rúmar fimm milljónir komu úr söfnunarbaukum sem eru í útibúum bankans um land allt og bankinn gaf sömuleiðis fimm milljónir. Í tengslum við afhendingu styrksins var starfsfólk Rauða krossins með fræðslu fyrir starfsfólk bankans um stöðu flóttafólks.
Arion banki hvetur fleiri fyrirtæki til að leggja Rauða krossinum lið en búist er við mikilli aukningu á komu flóttafólks hingað til lands á næstu vikum og mánuðum. Einstaklingar geta meðal annars lagt sitt af mörkum með mánaðarlegum framlögum eða með því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.