Almennar fréttir
Arion banki styrkir Rauða krossinn
01. apríl 2022
Viðskiptavinir Arion banka og bankinn styrktu Rauða krossinn um rúmar 10 milljónir króna vegna móttöku flóttafólks
Viðskiptavinir Arion banka og Arion banki gáfu fyrr í vikunni rúmar tíu milljónir króna til verkefna Rauða krossins á Íslandi í tengslum við móttöku flóttafólks hér á landi. Rúmar fimm milljónir komu úr söfnunarbaukum sem eru í útibúum bankans um land allt og bankinn gaf sömuleiðis fimm milljónir. Í tengslum við afhendingu styrksins var starfsfólk Rauða krossins með fræðslu fyrir starfsfólk bankans um stöðu flóttafólks.
Arion banki hvetur fleiri fyrirtæki til að leggja Rauða krossinum lið en búist er við mikilli aukningu á komu flóttafólks hingað til lands á næstu vikum og mánuðum. Einstaklingar geta meðal annars lagt sitt af mörkum með mánaðarlegum framlögum eða með því að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.