Almennar fréttir
ASÍ styrkir jólaaðstoð Rauða krossins
12. desember 2018
Í vikunni afhenti ASÍ jólaaðstoð Rauða krossins 800 þúsund krónur. Styrkurinn mun koma að góðum notum fyrir úthlutun Rauða krossins þessi jólin.
Í vikunni afhenti ASÍ jólaaðstoð Rauða krossins 800 þúsund krónur. Styrkurinn mun koma að góðum notum fyrir úthlutun Rauða krossins þessi jólin.
Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Rauði krossinn þakkar ASÍ kærlega fyrir þetta framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.