Almennar fréttir
ASÍ styrkir Rauða krossinn um jólin
19. desember 2022
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, afhenti Rauða krossinum á Íslandi styrk upp á 800 þúsund krónur fyrr í dag.
Styrknum verður einkum varið í að efla hjálparsíma Rauða krossins 1717. Björg Kjartansdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd RKÍ.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjall 1717.is styður við fólk sem á í erfiðleikum, en þar er hægt að leita sér aðstoðar með viðkvæm vandamál af öllum toga. Mikilvægi 1717 er sjaldan meira en einmitt yfir hátíðarnar þegar álagið á Hjálparsímanum er sem mest og er styrkurinn því kærkominn.
Árlega hafa að jafnaði um 15 þúsund erindi borist til 1717, en þeim hefur þó fjölgað umtalsvert síðastliðin ár. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim erindum sem berast. Hjálparsíminn veitir sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf og hlustun, auk þess sem þau úrræði sem í boði eru á Íslandi, í hverjum málaflokki, eru kynnt.
Við þökkum ASÍ kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.