Almennar fréttir
ASÍ styrkir Rauða krossinn um jólin
19. desember 2022
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, afhenti Rauða krossinum á Íslandi styrk upp á 800 þúsund krónur fyrr í dag.

Styrknum verður einkum varið í að efla hjálparsíma Rauða krossins 1717. Björg Kjartansdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd RKÍ.
Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjall 1717.is styður við fólk sem á í erfiðleikum, en þar er hægt að leita sér aðstoðar með viðkvæm vandamál af öllum toga. Mikilvægi 1717 er sjaldan meira en einmitt yfir hátíðarnar þegar álagið á Hjálparsímanum er sem mest og er styrkurinn því kærkominn.
Árlega hafa að jafnaði um 15 þúsund erindi borist til 1717, en þeim hefur þó fjölgað umtalsvert síðastliðin ár. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim erindum sem berast. Hjálparsíminn veitir sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf og hlustun, auk þess sem þau úrræði sem í boði eru á Íslandi, í hverjum málaflokki, eru kynnt.
Við þökkum ASÍ kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.