Almennar fréttir
Aukin þjálfun í sálfélagslegum stuðningi
27. nóvember 2023
Rauði krossinn á Íslandi hefur eflt þjálfun í sálfélagslegum stuðningi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sína þökk sé stórum styrk frá Evrópusambandinu. Stefnt er að því að öll sem starfa í verkefnum Rauða krossins hafi slíka þjálfun.

Í byrjun október hélt Rauði krossinn á Íslandi leiðbeinendanámskeið í sálrænni fyrstu hjálp fyrir 17 starfsmenn og sjálfboðaliða. Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn heldur námskeiðið með þessu sniði, en námskeiðið er hluti af aukinni áhersla á sálfélagslegan stuðning hjá félaginu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur síðustu ár unnið eftir stefnu sem á ensku kallast „PFA for all“ eða „sálfélagsleg fyrsta hjálp fyrir öll“, en stefnt er að því að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í verkefnum Rauða krossins fái slíka þjálfun.
Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar ályktunar um mikilvægi geðheilbrigðis og þess að auka sálfélagslegan stuðning og fræðslu um geðheilbrigði. Ályktunin var samþykkt af Rauði krossinum á Íslandi, íslenskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkjum og landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem tóku þátt í ríkjaráðstefnu hreyfingarinnar árið 2019.
Stór styrkur eflir þjónustuna
Rauði krossinn á Íslandi fékk nýlega yfir 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við EU4Health áætlun sambandsins, en markmið hennar að efla enn frekar sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur þurft að flýja átökin í Úkraínu.
Þessi styrkur gerir okkur kleift að auka þjálfun í sálfélagslegum stuðningi og á næstu misserum getur Rauði krossinn boðið upp á 8,5 klst löng námskeið í sálrænni fyrstu hjálp, sem gefa þátttakendum meira rými til að æfa sig og ná öryggi í aðferðafræðinni.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.