Almennar fréttir
Aukin þjálfun í sálfélagslegum stuðningi
27. nóvember 2023
Rauði krossinn á Íslandi hefur eflt þjálfun í sálfélagslegum stuðningi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sína þökk sé stórum styrk frá Evrópusambandinu. Stefnt er að því að öll sem starfa í verkefnum Rauða krossins hafi slíka þjálfun.
Í byrjun október hélt Rauði krossinn á Íslandi leiðbeinendanámskeið í sálrænni fyrstu hjálp fyrir 17 starfsmenn og sjálfboðaliða. Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn heldur námskeiðið með þessu sniði, en námskeiðið er hluti af aukinni áhersla á sálfélagslegan stuðning hjá félaginu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur síðustu ár unnið eftir stefnu sem á ensku kallast „PFA for all“ eða „sálfélagsleg fyrsta hjálp fyrir öll“, en stefnt er að því að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í verkefnum Rauða krossins fái slíka þjálfun.
Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar ályktunar um mikilvægi geðheilbrigðis og þess að auka sálfélagslegan stuðning og fræðslu um geðheilbrigði. Ályktunin var samþykkt af Rauði krossinum á Íslandi, íslenskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkjum og landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem tóku þátt í ríkjaráðstefnu hreyfingarinnar árið 2019.
Stór styrkur eflir þjónustuna
Rauði krossinn á Íslandi fékk nýlega yfir 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við EU4Health áætlun sambandsins, en markmið hennar að efla enn frekar sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur þurft að flýja átökin í Úkraínu.
Þessi styrkur gerir okkur kleift að auka þjálfun í sálfélagslegum stuðningi og á næstu misserum getur Rauði krossinn boðið upp á 8,5 klst löng námskeið í sálrænni fyrstu hjálp, sem gefa þátttakendum meira rými til að æfa sig og ná öryggi í aðferðafræðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.