Almennar fréttir
Aukin þjálfun í sálfélagslegum stuðningi
27. nóvember 2023
Rauði krossinn á Íslandi hefur eflt þjálfun í sálfélagslegum stuðningi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sína þökk sé stórum styrk frá Evrópusambandinu. Stefnt er að því að öll sem starfa í verkefnum Rauða krossins hafi slíka þjálfun.

Í byrjun október hélt Rauði krossinn á Íslandi leiðbeinendanámskeið í sálrænni fyrstu hjálp fyrir 17 starfsmenn og sjálfboðaliða. Þetta er í annað sinn sem Rauði krossinn heldur námskeiðið með þessu sniði, en námskeiðið er hluti af aukinni áhersla á sálfélagslegan stuðning hjá félaginu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur síðustu ár unnið eftir stefnu sem á ensku kallast „PFA for all“ eða „sálfélagsleg fyrsta hjálp fyrir öll“, en stefnt er að því að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í verkefnum Rauða krossins fái slíka þjálfun.
Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar ályktunar um mikilvægi geðheilbrigðis og þess að auka sálfélagslegan stuðning og fræðslu um geðheilbrigði. Ályktunin var samþykkt af Rauði krossinum á Íslandi, íslenskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkjum og landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem tóku þátt í ríkjaráðstefnu hreyfingarinnar árið 2019.
Stór styrkur eflir þjónustuna
Rauði krossinn á Íslandi fékk nýlega yfir 100 milljón króna styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við EU4Health áætlun sambandsins, en markmið hennar að efla enn frekar sálfélagslegan stuðning við fólk sem hefur þurft að flýja átökin í Úkraínu.
Þessi styrkur gerir okkur kleift að auka þjálfun í sálfélagslegum stuðningi og á næstu misserum getur Rauði krossinn boðið upp á 8,5 klst löng námskeið í sálrænni fyrstu hjálp, sem gefa þátttakendum meira rými til að æfa sig og ná öryggi í aðferðafræðinni.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.