Almennar fréttir
Bílstjóri óskast
19. ágúst 2019
Rauði krossinn leitar að bílstjóra í framtíðarstarf hjá fatasöfnun félagsins.
Fatasöfnun Rauða krossins leitar að öflugum bílstjóra með a.m.k 5 tonna réttindi. Lyftarapróf er kostur.
Helstu verkefni bílstjóra er að tæma fatasöfnunargáma á höfuborgarsvæðinu, akstur í verslanir Rauða krossins auk tilfallandi verkefna.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og um framtíðarstarf er að ræða fyrir réttan aðila.
Upplýsingar gefur Þorkell í síma 690-8866 .
Umsóknir skal senda á fataflokkun@redcross.is fyrir 31. ágúst nk.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.