Almennar fréttir
Bónus og Hagkaup taka þátt í neyðarsöfnuninni
21. febrúar 2023
Bæði Bónus og Hagkaup eru að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með því að bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja söfnunina um leið og greitt er við kassa.
Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi hafa valdið ólýsanlegum skemmdum, kostað tugi þúsunda lífið og gert hundruð þúsunda heimilislausa. Neyðin er mikil á hamfarasvæðunum og uppbyggingarstarf á eftir að taka mjög langan tíma. Enn er hætta á jarðskjálftum á svæðinu, eins og raun bar vitni mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Því er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að mæta þjáningu þolenda jarðskjálftanna.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru á staðnum og veita þolendum lífsbjargandi aðstoð. Rauði krossinn á Íslandi sinnir neyðaraðstoð með því að styðja aðgerðir viðbragðsteymanna á hamfarasvæðinu.
Nú þegar hefur Rauði krossinn á Íslandi sent 30 milljónir króna til hamfarasvæðanna og þökk sé góðum viðbrögðum almennings við neyðarsöfnuninni verður hægt að styðja enn frekar við aðgerðir á svæðinu. Stuðningur Bónuss og Hagkaupa er mjög mikilvægur til að Rauði krossinn geti mætt aðkallandi neyð.
Rauði krossinn þakkar Bónus og Hagkaupum kærlega fyrir að sýna söfnuninni stuðning!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.