Almennar fréttir
Bónus og Hagkaup taka þátt í neyðarsöfnuninni
21. febrúar 2023
Bæði Bónus og Hagkaup eru að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með því að bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja söfnunina um leið og greitt er við kassa.
Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi hafa valdið ólýsanlegum skemmdum, kostað tugi þúsunda lífið og gert hundruð þúsunda heimilislausa. Neyðin er mikil á hamfarasvæðunum og uppbyggingarstarf á eftir að taka mjög langan tíma. Enn er hætta á jarðskjálftum á svæðinu, eins og raun bar vitni mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Því er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að mæta þjáningu þolenda jarðskjálftanna.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru á staðnum og veita þolendum lífsbjargandi aðstoð. Rauði krossinn á Íslandi sinnir neyðaraðstoð með því að styðja aðgerðir viðbragðsteymanna á hamfarasvæðinu.
Nú þegar hefur Rauði krossinn á Íslandi sent 30 milljónir króna til hamfarasvæðanna og þökk sé góðum viðbrögðum almennings við neyðarsöfnuninni verður hægt að styðja enn frekar við aðgerðir á svæðinu. Stuðningur Bónuss og Hagkaupa er mjög mikilvægur til að Rauði krossinn geti mætt aðkallandi neyð.
Rauði krossinn þakkar Bónus og Hagkaupum kærlega fyrir að sýna söfnuninni stuðning!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.