Almennar fréttir
Bónus og Hagkaup taka þátt í neyðarsöfnuninni
21. febrúar 2023
Bæði Bónus og Hagkaup eru að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með því að bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja söfnunina um leið og greitt er við kassa.

Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi hafa valdið ólýsanlegum skemmdum, kostað tugi þúsunda lífið og gert hundruð þúsunda heimilislausa. Neyðin er mikil á hamfarasvæðunum og uppbyggingarstarf á eftir að taka mjög langan tíma. Enn er hætta á jarðskjálftum á svæðinu, eins og raun bar vitni mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Því er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að mæta þjáningu þolenda jarðskjálftanna.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru á staðnum og veita þolendum lífsbjargandi aðstoð. Rauði krossinn á Íslandi sinnir neyðaraðstoð með því að styðja aðgerðir viðbragðsteymanna á hamfarasvæðinu.
Nú þegar hefur Rauði krossinn á Íslandi sent 30 milljónir króna til hamfarasvæðanna og þökk sé góðum viðbrögðum almennings við neyðarsöfnuninni verður hægt að styðja enn frekar við aðgerðir á svæðinu. Stuðningur Bónuss og Hagkaupa er mjög mikilvægur til að Rauði krossinn geti mætt aðkallandi neyð.
Rauði krossinn þakkar Bónus og Hagkaupum kærlega fyrir að sýna söfnuninni stuðning!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.