Almennar fréttir
Bónus og Hagkaup taka þátt í neyðarsöfnuninni
21. febrúar 2023
Bæði Bónus og Hagkaup eru að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með því að bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja söfnunina um leið og greitt er við kassa.

Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi hafa valdið ólýsanlegum skemmdum, kostað tugi þúsunda lífið og gert hundruð þúsunda heimilislausa. Neyðin er mikil á hamfarasvæðunum og uppbyggingarstarf á eftir að taka mjög langan tíma. Enn er hætta á jarðskjálftum á svæðinu, eins og raun bar vitni mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Því er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að mæta þjáningu þolenda jarðskjálftanna.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru á staðnum og veita þolendum lífsbjargandi aðstoð. Rauði krossinn á Íslandi sinnir neyðaraðstoð með því að styðja aðgerðir viðbragðsteymanna á hamfarasvæðinu.
Nú þegar hefur Rauði krossinn á Íslandi sent 30 milljónir króna til hamfarasvæðanna og þökk sé góðum viðbrögðum almennings við neyðarsöfnuninni verður hægt að styðja enn frekar við aðgerðir á svæðinu. Stuðningur Bónuss og Hagkaupa er mjög mikilvægur til að Rauði krossinn geti mætt aðkallandi neyð.
Rauði krossinn þakkar Bónus og Hagkaupum kærlega fyrir að sýna söfnuninni stuðning!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.