Almennar fréttir
Bónus og Hagkaup taka þátt í neyðarsöfnuninni
21. febrúar 2023
Bæði Bónus og Hagkaup eru að styðja við neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með því að bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja söfnunina um leið og greitt er við kassa.

Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi hafa valdið ólýsanlegum skemmdum, kostað tugi þúsunda lífið og gert hundruð þúsunda heimilislausa. Neyðin er mikil á hamfarasvæðunum og uppbyggingarstarf á eftir að taka mjög langan tíma. Enn er hætta á jarðskjálftum á svæðinu, eins og raun bar vitni mánudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Því er gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að mæta þjáningu þolenda jarðskjálftanna.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru á staðnum og veita þolendum lífsbjargandi aðstoð. Rauði krossinn á Íslandi sinnir neyðaraðstoð með því að styðja aðgerðir viðbragðsteymanna á hamfarasvæðinu.
Nú þegar hefur Rauði krossinn á Íslandi sent 30 milljónir króna til hamfarasvæðanna og þökk sé góðum viðbrögðum almennings við neyðarsöfnuninni verður hægt að styðja enn frekar við aðgerðir á svæðinu. Stuðningur Bónuss og Hagkaupa er mjög mikilvægur til að Rauði krossinn geti mætt aðkallandi neyð.
Rauði krossinn þakkar Bónus og Hagkaupum kærlega fyrir að sýna söfnuninni stuðning!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.