Almennar fréttir
Börn og umhverfi - aukanámskeið
27. júní 2019
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við Börn og umhverfi námskeiði sem fer fram í Hafnafirði þann 1.-4. júlí 2019, með fyrirvara um næga þátttöku.
Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 1-4. júlí 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku.
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur (4) kvöld.
Mánudagurinn 1. júlí, kl: 17-20 - Efni: Rauði krossinn, þroski barna, samskipti
Þriðjudagurinn 2. júlí, kl: 17:30-20 -Efni: Leikir, leikföng, umönnun
Miðvikudagurinn 3. júlí, kl: 17-20 - Efni: Slysavarnir
Fimmtudagurinn 4. júlí, kl: 17-20 - Efni: Skyndihjálp
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.
SKRÁNING - skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Allar nánari upplýsingar í síma 570 4220 og á hulda@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.