Almennar fréttir
Börn og umhverfi - aukanámskeið
27. júní 2019
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við Börn og umhverfi námskeiði sem fer fram í Hafnafirði þann 1.-4. júlí 2019, með fyrirvara um næga þátttöku.
Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 1-4. júlí 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku.
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur (4) kvöld.
Mánudagurinn 1. júlí, kl: 17-20 - Efni: Rauði krossinn, þroski barna, samskipti
Þriðjudagurinn 2. júlí, kl: 17:30-20 -Efni: Leikir, leikföng, umönnun
Miðvikudagurinn 3. júlí, kl: 17-20 - Efni: Slysavarnir
Fimmtudagurinn 4. júlí, kl: 17-20 - Efni: Skyndihjálp
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.
SKRÁNING - skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Allar nánari upplýsingar í síma 570 4220 og á hulda@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.