Almennar fréttir
Börn og umhverfi - aukanámskeið
27. júní 2019
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við Börn og umhverfi námskeiði sem fer fram í Hafnafirði þann 1.-4. júlí 2019, með fyrirvara um næga þátttöku.
Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 1-4. júlí 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku.
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur (4) kvöld.
Mánudagurinn 1. júlí, kl: 17-20 - Efni: Rauði krossinn, þroski barna, samskipti
Þriðjudagurinn 2. júlí, kl: 17:30-20 -Efni: Leikir, leikföng, umönnun
Miðvikudagurinn 3. júlí, kl: 17-20 - Efni: Slysavarnir
Fimmtudagurinn 4. júlí, kl: 17-20 - Efni: Skyndihjálp
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.
SKRÁNING - skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Allar nánari upplýsingar í síma 570 4220 og á hulda@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.