Almennar fréttir
Börn söfnuðu 130 þúsund krónum fyrir flóttafólk
15. ágúst 2022
Á undanförnum mánuðum tókst fjórum framtakssömum krökkum að safna heilum 130 þúsund krónum sem þau gáfu Rauða krossinum til að styrkja flóttafólk sem er að flýja átökin í Úkraínu.
Börnin, sem heita Sigrún, Andri, Emma og Karen, búa í Ennishvarfi í Kópavogi. Þau náðu að safna þessari óvenju háu upphæð með því að vera sérlega dugleg og úrræðagóð.
Þau byrjuðu á því að fá posa lánaðan hjá Saltpay svo fólk gæti borgað þeim með korti og svo héldu þau tvær sirkussýningar sem þau seldu inn á og seldu meira að segja veitingar í hléi.
Þau bjuggu svo einnig til armbönd og annað úr loom-teygjum og notuðu posann til að selja þau nálægt heimilum sínum.
Krakkarnir gengu einnig um hverfið sitt og seldu miða í happdrætti þar sem vinningar voru í boði og síðast en ekki síst söfnuðu þau tómum drykkjarumbúðum í hverfinu sínu sem þau fóru með í Sorpu.
Við þökkum krökkunum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.