Almennar fréttir
Eitt prósent landsmanna styðji við neyðarsöfnun fyrir Afganistan
23. ágúst 2021
Þann 17 ágúst síðast liðinn hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans. Hátt í 800 manns hafa nú þegar stutt íbúa í Afganistan með rausnarlegum framlögum en við vonumst til þess að fleiri vilji bætast í þennan hóp og leggja söfnuninni lið og styðja þannig við mannúðaraðgerðir í Afganistan. Markmið Rauða krossins er að eitt prósent landsmanna (18 ára og eldri) styðji við íbúa Afganistans í þessari neyðarsöfnun. Við skorum því á alla, bæði almenning og fyrirtæki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur.
Þann 17 ágúst síðast liðinn hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans. Hátt í 800 manns hafa nú þegar stutt íbúa í Afganistan með rausnarlegum framlögum en við vonumst til þess að fleiri vilji bætast í þennan hóp og leggja söfnuninni lið og styðja þannig við mannúðaraðgerðir í Afganistan. Markmið Rauða krossins er að eitt prósent landsmanna (18 ára og eldri) styðji við íbúa Afganistans í þessari neyðarsöfnun. Við skorum því á alla, bæði almenning og fyrirtæki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur.
Allt fé sem safnast rennur beint til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Afganistan. Þörfin fyrir lífsbjargandi verkefni er gríðarleg en á bilinu 12 til 20 milljónir manna þarfnast mannúðaraðstoðar eða allt að helmingur þjóðarinnar. Ekki er ólíklegt að þessi fjöldi komi til með að aukast á næstu vikum. Fjármagnið verður fyrst og fremst nýtt til að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk á átakasvæðum. Fjármagninu verðu líka varið í að bregðast við þurrkum sem hafa herjað á landið og hafa leitt til þess að um ellefu milljónir manna búa við fæðuskort.
Sjúkrahús eiga í erfiðleikum með að anna álaginu og veita þúsundum særðra bráðaþjónustu. Fjölmargar fjölskyldur hafa misst ástvini sína og óbreyttir borgarar, þar á meðal börn, særast lífshættulega af völdum jarðsprengna. Rauði krossinn er með 1.800 innlenda og alþjóðlega starfsmenn í Afganistan sem sinna verkefnum á 46 sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum víða um land. COVID-19 faraldurinn eykur álag á heilbrigðisstofnanir en einungis 0,5% Afgana hafa verið bólusettir að fullu.
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að styðja við mikilvæg mannúðarverkefni í Afganistan. Utanríkisráðuneytið tilkynnti nú fyrir helgi 60 milljón króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Framlaginu verður skipt jafnt á milli Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Rauði krossinn hefur einstakt aðgengi á landsvísu til að sinna mannúðaraðstoð til handa þolendum átaka í Afganistan og þess ástands sem þar hefur nú skapast. Hreyfing Rauða krossins gerir engan mun á milli manna eftir þjóðerni þeirra, uppruna, trúarbrögðum, kyni, stétt eða stjórnmálaskoðunum og skal hún gæta hlutleysis í ófriði og aldrei taka þátt í deilum vegna stjórnmála, uppruna, trúarbragða eða hugmyndafræði.
Alþjóða Rauði krossinn hefur veitt mannúðaraðstoð í landinu í 30 ár og mun ekki hverfa frá brýnum verkefnum í landinu núna þegar ástandið er eins alvarlegt og í dag.
Hægt er að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra borgara með eftirtöldum leiðum:
- SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)
- Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
- Kass: raudikrossinn eða 7783609
- Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.