Almennar fréttir
Félagasamtök lýsa þungum áhyggjum af stöðunni í málefnum fólks á flótta
21. ágúst 2023
Eftirfarandi fréttatilkynning var send út síðastliðinn föstudag.

Neðangreind félagasamtök lýsa þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem komin er upp í málefnum fólks á flótta sem vísað hefur verið úr allri þjónustu opinberra aðila eftir neikvæða niðurstöðu umsóknar um vernd á báðum stjórnsýslustigum. Afdrif þess, öryggi og mannleg reisn eru í hættu.
Samtökin harma að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ítrekaðra varnaðarorða varðandi afleiðingar nýrra lagaákvæða. Þá leikur mikill vafi á að framkvæmdin standist þær mannréttindaskuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist.
Margt sem ráðamenn hafa sagt í þessari umræðu er villandi, óljóst og byggir á skorti á upplýsingum um raunverulega stöðu fólksins.
Samtökin skora á yfirvöld að tryggja öryggi þessa hóps, mannréttindi og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök.
Því boða neðangreind samtök stjórnvöld til neyðarfundar nk miðvikudag 23. ágúst 2023 klukkan 17.00 í sal Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut 72. Sérstaklega hefur verið óskað eftir viðveru hlutaðeigandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Reykjavík, 18. ágúst 2023
Barnaheill
Biskup Íslands
FTA - félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Geðhjálp
GETA hjálparsamtök
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálpræðisherinn á Íslandi
Íslandsdeild Amnesty International
Kvenréttindafélag Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands
No Borders
Prestar innflytjenda, Þjóðkirkjunnni
Rauði krossinn á Íslandi
Réttur barna á flótta
Samhjálp
Samtökin '78
Solaris
Stígamót
UNICEF á Íslandi
UN Women á Íslandi
W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna
Þroskahjálp
ÖBÍ - heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.