Almennar fréttir
Fjáröflun í bílskúrnum
12. nóvember 2020
Börn komu færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum
Í byrjun október komu börn færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum með peningagjöf, en þau höfðu safnað 10.380 krónum með opnun búðar í bílskúrnum hjá einu þeirra þar sem dót og nammi var til sölu.
Þau óskuðu þess að peningarnir nýttust börnum erlendis sem þurfa á aðstoð að halda. Það er fallega hugsað og Rauði krossinn lætur það sem safnast á tombólum og öðrum slíkum söfnunum alltaf renna til barna sem á þurfa að halda erlendis.
Börnin heita Kolbrún Pálína Kristmundsdóttir, Inga Hrafney Stefánsdóttir, Vigdís Lóa Gísladóttir, Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir og Matthías Fannberg Gíslason. Með þeim á myndinni er Ragnhildur sjálfboðaliði Rauða krossins. Á myndina vantar Ásdísi Erlu Björgvinsdóttur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.