Almennar fréttir
Fjáröflun í bílskúrnum
12. nóvember 2020
Börn komu færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum
Í byrjun október komu börn færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum með peningagjöf, en þau höfðu safnað 10.380 krónum með opnun búðar í bílskúrnum hjá einu þeirra þar sem dót og nammi var til sölu.
Þau óskuðu þess að peningarnir nýttust börnum erlendis sem þurfa á aðstoð að halda. Það er fallega hugsað og Rauði krossinn lætur það sem safnast á tombólum og öðrum slíkum söfnunum alltaf renna til barna sem á þurfa að halda erlendis.
Börnin heita Kolbrún Pálína Kristmundsdóttir, Inga Hrafney Stefánsdóttir, Vigdís Lóa Gísladóttir, Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir og Matthías Fannberg Gíslason. Með þeim á myndinni er Ragnhildur sjálfboðaliði Rauða krossins. Á myndina vantar Ásdísi Erlu Björgvinsdóttur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.