Almennar fréttir
Fjáröflun í bílskúrnum
12. nóvember 2020
Börn komu færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum
Í byrjun október komu börn færandi hendi í Nytjamarkaðinn á Egilsstöðum með peningagjöf, en þau höfðu safnað 10.380 krónum með opnun búðar í bílskúrnum hjá einu þeirra þar sem dót og nammi var til sölu.
Þau óskuðu þess að peningarnir nýttust börnum erlendis sem þurfa á aðstoð að halda. Það er fallega hugsað og Rauði krossinn lætur það sem safnast á tombólum og öðrum slíkum söfnunum alltaf renna til barna sem á þurfa að halda erlendis.
Börnin heita Kolbrún Pálína Kristmundsdóttir, Inga Hrafney Stefánsdóttir, Vigdís Lóa Gísladóttir, Auðbjörg Elfa Stefánsdóttir og Matthías Fannberg Gíslason. Með þeim á myndinni er Ragnhildur sjálfboðaliði Rauða krossins. Á myndina vantar Ásdísi Erlu Björgvinsdóttur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.