Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð
18. desember 2020
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð að nýju á Seyðisfirði.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að nýju í Herðubreið í nótt á Seyðisfirði. Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita áfallahjálp, en einnig er hvíldaraðstaða og matur í boði. Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem í boði er í fjöldahjálparmiðstöðinni, nærvera og mannleg hlýja geta mikið gert á erfiðum tímum.
Enn er í gildi hættustig á Seyðisfirði og óvissustig á Austurlandi vegna skriðuhættu, sem lýst var yfir þann 16. desember sl. vegna mikilla rigninga. Á Seyðisfirði hafa hús verið rýmd í bænum og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar.
Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á fjöldahjálparstöðinni. Nærvera og mannleg hlýja getur gert mikið á erfiðum tímum.
Á myndinni, sem er skjáskot úr fréttum Stöðvar 2, má sjá sjálfboðaliðanna Berglindi og Guðjón sem staðið hafa vaktina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.