Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð
18. desember 2020
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð að nýju á Seyðisfirði.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð að nýju í Herðubreið í nótt á Seyðisfirði. Sjálfboðaliðar Rauða krossins veita áfallahjálp, en einnig er hvíldaraðstaða og matur í boði. Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem í boði er í fjöldahjálparmiðstöðinni, nærvera og mannleg hlýja geta mikið gert á erfiðum tímum.
Enn er í gildi hættustig á Seyðisfirði og óvissustig á Austurlandi vegna skriðuhættu, sem lýst var yfir þann 16. desember sl. vegna mikilla rigninga. Á Seyðisfirði hafa hús verið rýmd í bænum og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar.
Rauði krossinn hvetur íbúa til að nýta sér þá aðstoð sem er í boði á fjöldahjálparstöðinni. Nærvera og mannleg hlýja getur gert mikið á erfiðum tímum.
Á myndinni, sem er skjáskot úr fréttum Stöðvar 2, má sjá sjálfboðaliðanna Berglindi og Guðjón sem staðið hafa vaktina.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.