Almennar fréttir
Fólk sem býr við átök má ekki gleymast við bólusetningar
02. desember 2020
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC): tryggt verði að fólk sem býr við átök gleymist ekki í bólusetningum
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC): tryggt verði að fólk sem býr við átök gleymist ekki við bólusetningar
Nú þegar hyllir undir bólusetningar við Covid-19 leggur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) áherslu á að fólki sem býr við átök verði einnig tryggður aðgangur að bólusetningum.
Fólk sem býr á átakasvæðum hefur oft lítinn sem engan aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu en þessi samfélög eru jafn viðkvæm fyrir Covid-19 og önnur samfélög og þurfa vernd gegn þessari skæðu veiru. Til viðbótar telur ICRC að meira en 60 milljónir einstaklinga búi á svæðum sem eru undir stjórn vopnaðra hópa og eru því ekki hluti af opinberum áætlunum ríkja um dreifinu bóluefna.
Jaðarsett samfélög, þ.m.t flóttafólk, innflytjendur, umsækjendur um alþjóðlega vernd og fangar, verða einnig að vera með í bólusetningaráætlunum og hafi aðgang að þeirri heilsuvernd sem bóluefnið veitir.
ICRC í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) mun styðja landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans þar sem þau hafa leiðandi hlutverki að gegna við framkvæmd bólusetninga og dreifingu bóluefna innan viðkomandi ríkja.
ICRC biðlar til ríkja um að tryggja að tekið sé tillit til allra hópa við gerð áætlana um framkvæmd bólusetninga. Einnig að aðilar að átökum veiti fólki, undir þeirra stjórn, aðgang að bóluefni og auðveldi störf mannúðarsamtaka og heilbrigðisstarfsfólks sem sér um bólusetningar, í samræmi við lagalegar skyldur þeirra, þ.m.t. alþjóðleg mannúðarlög. Einnig telur ICRC mikilvægt að ríki styðji landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem gegna lykilhlutverki í bólusetningum gegn Covid-19. ICRC undirstrikar mikilvægi þess að ríki viðhaldi og styrki enn frekar venjubundnar bólusetningar og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Bólusetningar gegn mislingum og lömunarveiki hafa verið stöðvaðar í fjölda ríkja en að minnsta kosti 80 milljónir barna undir eins árs aldri eru í hópi þeirra sem eru í hættu á að smitast af sjúkdómum með háa dánartíðni, þ.m.t. mislingum, barnaveiki og lömunarveiki. Bóluefni gegn Covid-19 er brýnt en einnig er þörf á að önnur hefðbundin bóluefni séu til staðar.
„ICRC er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að dreifa Covid-19 bóluefni með samstarfsaðilum Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sérstaklega til átakasvæða, svæða nálægt víglínum og til þeirra sem sitja í haldi” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri ICRC. „Við munum einnig forgangsraða venjubundnum bólusetningum og vinna að því að veita áreiðanlegar upplýsingar um bóluefni.“
Mynd frá Suður-Súdan: Ali Yousef ICRC
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.