Almennar fréttir
Forsetinn heimsótti Rauða krossinn
25. apríl 2023
Rétt fyrir páska fór forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í heimsókn í Rauða krossinn á Suðurnesjum.

Tilgangur heimsóknarinnar var sá að forsetinn vildi kynna sér félagsstarf og þau virkniúrræði sem Rauði krossinn býður flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Forseta hafði borist til eyrna það góða og fjölbreytta starf sem unnið er og vildi sjá það með eigin augum.

Fjöldi fólks tók á móti honum og kynnti hann sér íslenskukennslu sem fram fór þennan dag, fataflokkun og fatabúðina. Að lokum þáði Guðni forseti kaffi og vöfflur og spjallaði við nærstadda.

Það þótti öllum mikið til koma að fá forsetann í heimsókn og voru viðtökur líkt og um heimsfræga rokkstjörnu væri um að ræða. Forsetinn hefur líka alltaf verið duglegur að veita starfi Rauða krossins á Íslandi athygli, enda er hann opinber verndari félagsins.

Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og það var gefandi fyrir skjólstæðinga Rauða krossins að upplifa svo jákvæðan viðburð. Sömuleiðis var hún góð viðurkenning fyrir sjálfboðaliðana, sem standa vaktina oft í viku og bera uppi gott starf Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.