Almennar fréttir
Forsetinn heimsótti Rauða krossinn
25. apríl 2023
Rétt fyrir páska fór forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í heimsókn í Rauða krossinn á Suðurnesjum.

Tilgangur heimsóknarinnar var sá að forsetinn vildi kynna sér félagsstarf og þau virkniúrræði sem Rauði krossinn býður flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Forseta hafði borist til eyrna það góða og fjölbreytta starf sem unnið er og vildi sjá það með eigin augum.

Fjöldi fólks tók á móti honum og kynnti hann sér íslenskukennslu sem fram fór þennan dag, fataflokkun og fatabúðina. Að lokum þáði Guðni forseti kaffi og vöfflur og spjallaði við nærstadda.

Það þótti öllum mikið til koma að fá forsetann í heimsókn og voru viðtökur líkt og um heimsfræga rokkstjörnu væri um að ræða. Forsetinn hefur líka alltaf verið duglegur að veita starfi Rauða krossins á Íslandi athygli, enda er hann opinber verndari félagsins.

Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og það var gefandi fyrir skjólstæðinga Rauða krossins að upplifa svo jákvæðan viðburð. Sömuleiðis var hún góð viðurkenning fyrir sjálfboðaliðana, sem standa vaktina oft í viku og bera uppi gott starf Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.