Almennar fréttir
Framboð til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
21. janúar 2022
Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 8. gr. laga RKÍ frá 23. maí 2020 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 21. maí 2022 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Formann til fjögurra ára
- Varaformann til fjögurra ára
- Fjóra stjórnarmenn til fjögurra ára
- Tvo varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana@redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
b.t. Kristjönu Fenger
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til kl. 16:00 föstudaginn 25. febrúar 2022
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Ragnhildur Rós Indriðadóttir, formaður, Múlasýsludeild: rri@is
- Gunnar Frímannsson, Eyjafjarðardeild: frimanns@mail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Vesturlandsdeild: vala@simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Barðastrandarsýsludeild: hgisla@icloud.com
Varamaður:
- Matthías Matthíasson, Höfuðborgarsvæðisdeild: matthiasson@gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.