Almennar fréttir
Framboð til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
21. janúar 2022
Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 8. gr. laga RKÍ frá 23. maí 2020 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 21. maí 2022 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Formann til fjögurra ára
- Varaformann til fjögurra ára
- Fjóra stjórnarmenn til fjögurra ára
- Tvo varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana@redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
b.t. Kristjönu Fenger
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til kl. 16:00 föstudaginn 25. febrúar 2022
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Ragnhildur Rós Indriðadóttir, formaður, Múlasýsludeild: rri@is
- Gunnar Frímannsson, Eyjafjarðardeild: frimanns@mail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Vesturlandsdeild: vala@simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Barðastrandarsýsludeild: hgisla@icloud.com
Varamaður:
- Matthías Matthíasson, Höfuðborgarsvæðisdeild: matthiasson@gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.