Almennar fréttir
Framlög vegna átaka
08. júní 2022
Rauði krossinn hefur alls safnað tæpum 263 milljónum króna í tengslum við átökin í Úkraínu, þar af er framlag Marel 37 milljónir króna og utanríkisráðuneytið 70 milljónir króna.
Af söfnunarfénu hefur alls 191.100.000 verið ráðstafað til verkefna.
Þar af hafa 65 milljónir króna farið í hjálparstarf innan Úkraínu, 35 milljónir króna til aðstoðar úkraínsku flóttafólki í Úkraínu og 65 milljónir króna til hjálparstarfa sem sendifulltrúar Rauða krossins sinna bæði innan Úkraínu og í nágrannaríkjum. Þá hefur 25 milljónum króna verið ráðstafað og eyrnarmerktar til aðstoðar við flóttafólk á Íslandi.
Þeim fjármunum sem eftir eru verður ráðstafað eftir þörfum á næstunni en ljóst er að gríðarlega mikil uppbyggingin er framundan í Úkraínu og flóttafólki heldur því miður áfram að fjölga.

Afleiðingar átakanna í Úkraínu eru ekki aðeins miklar fyrir íbúa landsins heldur einnig gífurlegar um allan heim. Víðsvegar í Afríku hefur fæðuóöryggi verið mikið sl. ár vegna mikilla öfga í veðurfari; þurrka og flóða, með tilheyrandi uppskerubresti. Sum ríki Afríku reiða sig mjög á hveiti frá bæði Rússlandi og Úkraínu, líkt og til dæmis Sómalía og Eþíópía. Þá munu aðföng eins og matarolía, áburður og önnur tól til ræktunar hækka í verði með ófyrirséðum afleiðingum fyrir fólk. Einn af hverjum fjórum einstaklingum í Afríku býr við alvarlegt fæðuóöryggi, Sómalía rambar á barmi hungursneyðar og ástandið á „horni Afríku“ er grafalvarlegt.
Rauði krossinn mun héðan í frá útvíkka söfnun sína til verkefna sem tengjast afleiðingum átakanna ekki aðeins beint heldur einnig óbeint. Ljóst er að fæðuóöryggi í heiminum hefur viðamiklar afleiðingar fyrir öll, sérstaklega þau sem búa í fátækari ríkjum heims.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.