Almennar fréttir
Frú Ragnheiður fékk styrk frá Sober Riders MC
17. janúar 2023
Frú Ragnheiður tók á móti 500.000 kr styrk frá bifhjólaklúbbnum Sober Riders MC á mánudag.
Á mánudag tók skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á móti 500.000 kr. styrk frá bifhjólaklúbbnum Sober Riders MC.
Sober Riders MC á Íslandi hefur árum saman haft þann sið á Þorláksmessu að vera á Laugaveginum og bjóða vegfarendum upp á gómsæta fiskisúpu, en klúbburinn kallar þennan viðburð Andskötusúpu. Súpan er ókeypis en frjáls framlög hafa runnið óskipt til góðgerðamála að þeirra vali.
Gegnum árin hefur klúbburinn gefið ágóðann til Stígamóta, Hugarfars, Umhyggju, Geðdeildar Landspítalans, SÁÁ og fleiri samtaka sem sinna góðum málefnum.
Í þetta sinn safnaði klúbburinn fyrir Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Afrakstur söfnunarinnar voru 500.000 krónur, sem renna óskiptar til verkefnisins.
Sober Riders MC er bifhjólaklúbbur sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni en allir meðlimir hans eiga sögu um fíknisjúkdóm og bata eftir hann. Klúbburinn á Íslandi samanstendur af þremur deildum sem vinna sameiginlega að þessari söfnun; á Akureyri, á Reykjanesi og í Reykjavík. Klúbburinn vill styðja við og efla jákvæða ímynd bifhjólamanna og því láta meðlimir hans gott af sér leiða til samfélagsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.