Almennar fréttir
Frú Ragnheiður fékk styrk frá Sober Riders MC
17. janúar 2023
Frú Ragnheiður tók á móti 500.000 kr styrk frá bifhjólaklúbbnum Sober Riders MC á mánudag.

Á mánudag tók skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á móti 500.000 kr. styrk frá bifhjólaklúbbnum Sober Riders MC.
Sober Riders MC á Íslandi hefur árum saman haft þann sið á Þorláksmessu að vera á Laugaveginum og bjóða vegfarendum upp á gómsæta fiskisúpu, en klúbburinn kallar þennan viðburð Andskötusúpu. Súpan er ókeypis en frjáls framlög hafa runnið óskipt til góðgerðamála að þeirra vali.
Gegnum árin hefur klúbburinn gefið ágóðann til Stígamóta, Hugarfars, Umhyggju, Geðdeildar Landspítalans, SÁÁ og fleiri samtaka sem sinna góðum málefnum.
Í þetta sinn safnaði klúbburinn fyrir Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Afrakstur söfnunarinnar voru 500.000 krónur, sem renna óskiptar til verkefnisins.
Sober Riders MC er bifhjólaklúbbur sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni en allir meðlimir hans eiga sögu um fíknisjúkdóm og bata eftir hann. Klúbburinn á Íslandi samanstendur af þremur deildum sem vinna sameiginlega að þessari söfnun; á Akureyri, á Reykjanesi og í Reykjavík. Klúbburinn vill styðja við og efla jákvæða ímynd bifhjólamanna og því láta meðlimir hans gott af sér leiða til samfélagsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.