Almennar fréttir
Frú Ragnheiður fékk styrk frá Sober Riders MC
17. janúar 2023
Frú Ragnheiður tók á móti 500.000 kr styrk frá bifhjólaklúbbnum Sober Riders MC á mánudag.
Á mánudag tók skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á móti 500.000 kr. styrk frá bifhjólaklúbbnum Sober Riders MC.
Sober Riders MC á Íslandi hefur árum saman haft þann sið á Þorláksmessu að vera á Laugaveginum og bjóða vegfarendum upp á gómsæta fiskisúpu, en klúbburinn kallar þennan viðburð Andskötusúpu. Súpan er ókeypis en frjáls framlög hafa runnið óskipt til góðgerðamála að þeirra vali.
Gegnum árin hefur klúbburinn gefið ágóðann til Stígamóta, Hugarfars, Umhyggju, Geðdeildar Landspítalans, SÁÁ og fleiri samtaka sem sinna góðum málefnum.
Í þetta sinn safnaði klúbburinn fyrir Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Afrakstur söfnunarinnar voru 500.000 krónur, sem renna óskiptar til verkefnisins.
Sober Riders MC er bifhjólaklúbbur sem er ekki rekinn í hagnaðarskyni en allir meðlimir hans eiga sögu um fíknisjúkdóm og bata eftir hann. Klúbburinn á Íslandi samanstendur af þremur deildum sem vinna sameiginlega að þessari söfnun; á Akureyri, á Reykjanesi og í Reykjavík. Klúbburinn vill styðja við og efla jákvæða ímynd bifhjólamanna og því láta meðlimir hans gott af sér leiða til samfélagsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.