Almennar fréttir
Gaman og gefandi að vera vinur á vegum Rauða krossins
21. júlí 2023
Eva Rós Gústavsdóttir hefur verið sjálfboðaliði í vinaverkefnum Rauða krossins frá því í byrjun árs, en hún er bæði göngu- og heimsóknarvinur. Eva er í sálfræðinámi og eftir að hafa lært um hversu slæm áhrif félagsleg einangrun hefur á fólk ákvað hún að gerast sjálfboðaliði.

„Upphaflega var systir mín sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og ég fékk þá hugmynd að mig langaði að gera það líka,“ segir Eva. „Ég hafði nægan tíma og mig langaði að gefa af mér. Klukkutími á viku er kannski ekkert rosalega mikið fyrir mig en gæti breytt öllu fyrir gestgjafann.
Það er erfitt fyrir marga að sækja í félagsstarf á eigin vegum, t.d. vegna félagskvíða eða geðræns vanda sem hamlar fólki sem vill taka þetta skref,“ segir Eva aðspurð hvers vegna vinaverkefnin skipta máli.
Eva var áður sjálfboðaliði hjá Konukoti og er að vinna hjá Píeta samtökunum. „Eftir Covid hefur félagsleg einangrun aukist töluvert og mig langaði til að aðstoða við að rjúfa það,“ segir hún.
„Vinaverkefnin vöktu áhuga minn þar sem þau hjálpa fólki að rjúfa félagslega einangrun. Einnig er þetta tækifæri fyrir mig til að kynnast fólki sem ég myndi aldrei kynnast annars,“ bætir hún við. „Það er hollt fyrir alla að breikka sjóndeildahringinn og umgangast fólk með ólíkan bakgrunn.
Eva er með tvo gestgjafa, konu á hennar aldri og svo eldri mann. Hún fer ýmist í heimsókn til gestgjafans, í göngutúr, út að borða eða heyrir í honum í síma.
Hvetur öll sem hafa áhuga að sækja um
Eva segir að hún hafi ánægju af því að hjálpa fólki að rjúfa félagslega einangrun. „Þetta lætur mér einnig líða vel, að vita að ég er að gera heiminn að betri stað,“ segir hún. „Ég læri líka mikið af því að vera sjálfboðaliði í vinverkefnum Rauða krossinn, það er gaman að umgangast fólk sem er með mikla lífsreynslu og hefur skemmtilegar og fróðlegar sögur að segja.“
Að lokum vill Eva hvetja öll sem hafa áhuga á sjálfboðaliðastarfi að sækja um. „Það er rosalega góð eftirfylgni í vinaverkefnunum, það er athugað hvort sjálfboðaliðar og gestgjafar passi saman – það er alls ekki verið að neyða tvo eintaklinga til að hanga saman. Það er líka hringt í báða aðila til að athuga hvernig sambandið gengur,“ útskýrir hún. „Það er einnig góð leiðsögn hjá Rauða krossinum, góð námskeið sem sjálfboðaliðar geta tekið, ég tók til dæmis frábært námskeið í sálrænni fyrstu hjálp.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.