Almennar fréttir
Gengu í hvert einasta hús í Stykkishólmi
12. ágúst 2019
Ragnheiður, Þorvarður, Íris, Magnús, Aron og Kristín söfnuðu servíettum og föndruðu skálar sem þau seldu til styrktar Rauða krossinum
Vinirnir Ragnheiður Emma Einarsdóttir, Þorvarður Daníel Einarsson, Íris Anna Sigfúsdóttir, Magnús Ingi Sigfússon, Aron Elvar Stefánsson og Kristín Edda Stefánsdóttir söfnuðu servíettum í nokkrum götum og föndruðu því næst skálar sem þau seldu svo með því að ganga í hvert einasta hús í Stykkishólmi.
Þau seldu fyrir 26.264 kr. sem þau færðu Rauða krossinum í Stykkishólmi.
Rauði krossinn á Íslandi þakkar þessum duglegu krökkum fyrir þetta frábæra framtak til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.