Almennar fréttir
Gengu í hvert einasta hús í Stykkishólmi
12. ágúst 2019
Ragnheiður, Þorvarður, Íris, Magnús, Aron og Kristín söfnuðu servíettum og föndruðu skálar sem þau seldu til styrktar Rauða krossinum
Vinirnir Ragnheiður Emma Einarsdóttir, Þorvarður Daníel Einarsson, Íris Anna Sigfúsdóttir, Magnús Ingi Sigfússon, Aron Elvar Stefánsson og Kristín Edda Stefánsdóttir söfnuðu servíettum í nokkrum götum og föndruðu því næst skálar sem þau seldu svo með því að ganga í hvert einasta hús í Stykkishólmi.
Þau seldu fyrir 26.264 kr. sem þau færðu Rauða krossinum í Stykkishólmi.
Rauði krossinn á Íslandi þakkar þessum duglegu krökkum fyrir þetta frábæra framtak til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.
Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út
Almennar fréttir 27. nóvember 2025Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.