Almennar fréttir
Gengu í hvert einasta hús í Stykkishólmi
12. ágúst 2019
Ragnheiður, Þorvarður, Íris, Magnús, Aron og Kristín söfnuðu servíettum og föndruðu skálar sem þau seldu til styrktar Rauða krossinum
Vinirnir Ragnheiður Emma Einarsdóttir, Þorvarður Daníel Einarsson, Íris Anna Sigfúsdóttir, Magnús Ingi Sigfússon, Aron Elvar Stefánsson og Kristín Edda Stefánsdóttir söfnuðu servíettum í nokkrum götum og föndruðu því næst skálar sem þau seldu svo með því að ganga í hvert einasta hús í Stykkishólmi.
Þau seldu fyrir 26.264 kr. sem þau færðu Rauða krossinum í Stykkishólmi.
Rauði krossinn á Íslandi þakkar þessum duglegu krökkum fyrir þetta frábæra framtak til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.
Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.