Almennar fréttir
Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride
05. ágúst 2022
Rauði krossinn telur mikilvægt að öll fáum við að njóta frelsis og mannréttinda, og er málsvari þeirra sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda.
Ljóst er að öll þurfum við að vera á verði og leggja okkar að mörkum til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur í hinsegin baráttunni og stuðla að því að fjölbreytileikinn fái að blómstra í allri sinni dýrð. Rauði krossinn lætur ekki sitt eftir liggja í því sambandi.
Á myndinni (frá vinstri) eru tveir starfsmenn Rauða krossins, þeir Francisco Gimeno Ruiz og Jordi Cortes.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.