Almennar fréttir
Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride
05. ágúst 2022
Rauði krossinn telur mikilvægt að öll fáum við að njóta frelsis og mannréttinda, og er málsvari þeirra sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda.
Ljóst er að öll þurfum við að vera á verði og leggja okkar að mörkum til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur í hinsegin baráttunni og stuðla að því að fjölbreytileikinn fái að blómstra í allri sinni dýrð. Rauði krossinn lætur ekki sitt eftir liggja í því sambandi.
Á myndinni (frá vinstri) eru tveir starfsmenn Rauða krossins, þeir Francisco Gimeno Ruiz og Jordi Cortes.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.