Almennar fréttir
Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride
05. ágúst 2022
Rauði krossinn telur mikilvægt að öll fáum við að njóta frelsis og mannréttinda, og er málsvari þeirra sem þurfa á aðstoð og stuðningi að halda.
Ljóst er að öll þurfum við að vera á verði og leggja okkar að mörkum til þess að sporna við því bakslagi sem orðið hefur í hinsegin baráttunni og stuðla að því að fjölbreytileikinn fái að blómstra í allri sinni dýrð. Rauði krossinn lætur ekki sitt eftir liggja í því sambandi.
Á myndinni (frá vinstri) eru tveir starfsmenn Rauða krossins, þeir Francisco Gimeno Ruiz og Jordi Cortes.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.