Almennar fréttir
Grunnhundamat verður 4. og 5. október
01. október 2021
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.
Átt þú vinalegan fjórfætling og vilt láta gott af þér leiða?
Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Hundavinir heimsækja nánast öll dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu reglulega og einnig mörg dvalarheimili á landsbyggðinni. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda, en eins og rannsóknir sýna geta hundar náð afar vel til fólks og stundum betur en fólk.
Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum með a.m.k. 2 vikna millibili. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.
Til að undirbúa þig og hundinn eins vel og mögulegt er þá þurfið þið fyrst að fara í grunnhundamat. Matið er gert af reyndum sjálfboðaliðum í verkefninu sem metur hvort þú og hundurinn séuð fær um að taka þátt í heimsóknarvinaverkefninu með hund.
Hundavinir geta mætt í grunnhundamat næst 4. eða 5. október.
Nánari upplýsingar:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.