Almennar fréttir
Gylfi Þór tekur við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs
21. júní 2023
Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

Gylfi Þór tekur við stöðunni af Björgu Kjartansdóttur, sem var nýlega ráðin til Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf til sex mánaða, en hún hefur sinnt starfinu síðan árið 2018.
Gylfi Þór er vel kunnugur starfi Rauða krossins og landsþekktur fyrir störf sín fyrir félagið, en hann sá um rekstur sóttvarnahúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir félagið í áraraðir.
Gylfi Þór starfaði áður hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem aðgerðarstjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Um árabil starfaði Gylfi Þór á sviði fjölmiðlunar, sem dagskrárgerðamaður í útvarpi og síðar sem auglýsinga- og markaðsstjóri miðla eins og Viðskiptablaðsins, DV, Morgunblaðsins/mbl.is og fleiri. Gylfi Þór hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri mbl.is og Eiðfaxa ásamt stöfum í ferðaþjónustu og víðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.

Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.