Almennar fréttir
Gylfi Þór tekur við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs
21. júní 2023
Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.
Gylfi Þór tekur við stöðunni af Björgu Kjartansdóttur, sem var nýlega ráðin til Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf til sex mánaða, en hún hefur sinnt starfinu síðan árið 2018.
Gylfi Þór er vel kunnugur starfi Rauða krossins og landsþekktur fyrir störf sín fyrir félagið, en hann sá um rekstur sóttvarnahúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir félagið í áraraðir.
Gylfi Þór starfaði áður hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem aðgerðarstjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Um árabil starfaði Gylfi Þór á sviði fjölmiðlunar, sem dagskrárgerðamaður í útvarpi og síðar sem auglýsinga- og markaðsstjóri miðla eins og Viðskiptablaðsins, DV, Morgunblaðsins/mbl.is og fleiri. Gylfi Þór hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri mbl.is og Eiðfaxa ásamt stöfum í ferðaþjónustu og víðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.