Almennar fréttir
Héldu leiksýningu til styrktar íbúum Úkraínu
23. mars 2022
Þær Dögun Rós Steinarsdóttir og Helena Potrykus eru hugmyndaríkar stúlkur sem búa á Þórshöfn en þær stofnuðu Smálandaleikhúsið einar síns liðs. Nýverið settu þær upp leiksýninguna Emil og Ída í Kattholti.
Dögun og Helena fóru sjálfar með aðalhlutverk en fengu þær Aleksöndru Potrykus og Írenu Móey Þorsteinsdóttur til að fara með aukahlutverk. Þá vantaði þær einnig leikara til að fara með hlutverk pabba hans Emils en þær dóu ekki ráðalausar, heldur báðu Odd Skúlason, starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn að taka hlutverkið að sér.
Þær fengu íþróttahúsið á Þórshöfn lánað til að halda sýningarnar og áhorfendur greiddu fyrir miða sína. Vinkonurnar voru alltaf ákveðnar í að styrkja gott málefni en að sögn Odds var handritið klárt áður en stríðið í Úkraínu braust út.
Stúlkunum hefur tekist að safna alls 114.910.
Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.