Almennar fréttir
Héldu leiksýningu til styrktar íbúum Úkraínu
23. mars 2022
Þær Dögun Rós Steinarsdóttir og Helena Potrykus eru hugmyndaríkar stúlkur sem búa á Þórshöfn en þær stofnuðu Smálandaleikhúsið einar síns liðs. Nýverið settu þær upp leiksýninguna Emil og Ída í Kattholti.
Dögun og Helena fóru sjálfar með aðalhlutverk en fengu þær Aleksöndru Potrykus og Írenu Móey Þorsteinsdóttur til að fara með aukahlutverk. Þá vantaði þær einnig leikara til að fara með hlutverk pabba hans Emils en þær dóu ekki ráðalausar, heldur báðu Odd Skúlason, starfsmann íþróttamiðstöðvarinnar á Þórshöfn að taka hlutverkið að sér.
Þær fengu íþróttahúsið á Þórshöfn lánað til að halda sýningarnar og áhorfendur greiddu fyrir miða sína. Vinkonurnar voru alltaf ákveðnar í að styrkja gott málefni en að sögn Odds var handritið klárt áður en stríðið í Úkraínu braust út.
Stúlkunum hefur tekist að safna alls 114.910.
Við þökkum þessum duglegu stúlkum kærlega fyrir sitt framlag!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.