Almennar fréttir

Héldu tombólu á Akureyri

23. nóvember 2021

6 vinkonur héldu tombólu hjá Kjörbúðinni við Borgarbraut á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 7.100 krónur. 

6 vinkonur héldu tombólu hjá Kjörbúðinni við Borgarbraut á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 7.100 krónur. 

Þetta voru þær Berglind Ylfa Árnadóttir, Sveinbjörg Lilja Alfreðsdóttir, Kolfinna Kara Helgadóttir, Fanney Mjöll Arnarsdóttir og Katrín Markúsdóttir. Ásamt þeim tók Júlía Guðlaug Kristinsdóttir einnig þátt í tombólunni en hún er ekki á myndinni.

Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar.