Almennar fréttir
Héldu tombólu í Búðardal til styrktar Rauða krossinum
11. ágúst 2022
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu í Búðardal á Búðardalsdögum 2. júlí síðastliðinn. Þau söfnuðu 9.000 krónum sem voru lagðar inn á söfnunina fyrir börn í Úkraínu.
Krakkarnir heita, frá vinstri; Óðinn Ísaksson, hann er 9 að verða 10 ára og frá Stykkishólmi, Sonia Fjóla Mileris, hún er 9 að verða 10 ára og frá Reykjavík og Jenný Dagbjört Stefánsdóttir, en hún 9 ára og frá Reykjavík. Á myndinni eru þau með Sigurði Ólafssyni, formanni Rauða kross deildar Dala- og Reykhólahrepps.
Við þökkum krökkunum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.