Almennar fréttir
Héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum
25. ágúst 2022
Þessi duglegu og áhugasömu börn komu til okkar í dag og afhentu peninga sem þau söfnuðu með tombólu til að styrkja Rauða krossinn.

Þau Alexandra Nguyen og Árni Guðmundur Tumason komu í heimsókn í afgreiðslu Rauða krossins í dag og afhentu 8000 krónur sem þau söfnuðu með tombólu sem fór fram í miðbænum og á Háaleitisbraut.
Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.