Almennar fréttir
Helga Sif sæmd fálkaorðu
02. janúar 2021
Helga Sif Friðjónsdóttir var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag fyrir brautryðjendastörf á vettvangi skaðaminnkunar, en hún var í forsvari fyrir stofnun Frú Ragnheiðar árið 2009.
Á nýársdag sæmdi forseti Íslands Helgu Sif Friðjónsdóttur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjendastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa.
Helga Sif situr í stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, en hún hefur verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum frá árinu 2007. Hún hóf störf sín í Konukoti, athvarfi fyrir heimilislausar konur og var rekið af Rauða krossinum til lok árs 2020, eftir að hafa lokið doktorsnámi sínu í hjúkrun frá Washington háskóla í Seattle. Í námi sínu þar kynntist hún skaðaminnkun (e. harm reduction) og vettvangshjúkrun í þágu jaðarsettra sem mæta hindrunum innan opinbers kerfis og starfaði sem sjálfboðaliði hjá Safe Link\s Mobile Health Clinic í stúdentaverkefni háskólans fyrir jaðarsetta einstaklinga.
Árið 2009 var Helga Sif í forsvari fyrir stofnun Frú Ragnheiður og hefur allar götur síðan verið verkefninu innan handar bæði sem sjálfboðaliði og sem faglegur bakhjarl. Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem að nota vímuefni um æð. Þeim er boðin aðgengileg og lágþröskulda heilbrigðisþjónusta á vettvangi og skaðaminnkandi nálaskiptaþjónusta.
Helga Sif hefur allt frá upphafi verið leiðandi í því starfi sem Frú Ragnheiður hefur sinnt. Hún hefur sinnt faglegri handleiðslu fyrir starfsmenn verkefnisins og verið faglegur bakhjarl þess sem felur í sér ráðgjöf í erfiðum og þungum málum. Helga Sif hefur haldið óteljandi fyrirlestra um skaðaminnkun og mikilvægi þess sem og kennt á námskeiðum allra sjálfboðaliða Rauða krossins sem sinna skaðaminnkun allt í sjálfboðastarfi.
Helga Sif er sannur brautryðjandi í starfi með jaðarsettum einstaklingum sem nota vímuefni í æð, í hjúkrunarfræði og hefur verið brautryðjandi í mannréttindum fyrir þennan hóp.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“