Almennar fréttir
Hlauptu til góðs!
03. júlí 2019
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni.
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga. Frú Ragnheiður hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð.
Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Í hópi sjálfboðaliðanna eru einna helst hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar. Eins og í öllu starfi Rauða krossins byggja sjálfboðaliðar í Frú Ragnheiði störf sín á mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi og mæta gestum Frú Ragnheiðar af fordómaleysi og virðingu.
Í ár er áherslan lögð á að styrkja starf Frú Ragnheiðar fyrir ungt fólk, en notendahópur þjónustunnar á aldrinum 18-20 ára hefur aukist um þriðjung á milli ára.
Vilt þú hlaupa til góðs eða heita á einhvern sem er að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði?
Á https://www.hlaupastyrkur.is/ getur þú skráð þig til leiks og slegist í för með okkur að safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði, eða ef þú ert ekki í hlaupastuði geturðu heitið á einhvern af okkar flottu hlaupurum hér.
Einnig verður hægt að fylgjast með hlaupurum Frú Ragnheiðar og stuðningsmönnum þeirra á facebooksíðunni Hlauparar Frú Ragnheiðar.
Hlauptu! Það borgar sig!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.