Almennar fréttir
Hlauptu til góðs!
03. júlí 2019
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni.
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga. Frú Ragnheiður hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð.
Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Í hópi sjálfboðaliðanna eru einna helst hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar. Eins og í öllu starfi Rauða krossins byggja sjálfboðaliðar í Frú Ragnheiði störf sín á mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi og mæta gestum Frú Ragnheiðar af fordómaleysi og virðingu.
Í ár er áherslan lögð á að styrkja starf Frú Ragnheiðar fyrir ungt fólk, en notendahópur þjónustunnar á aldrinum 18-20 ára hefur aukist um þriðjung á milli ára.
Vilt þú hlaupa til góðs eða heita á einhvern sem er að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði?
Á https://www.hlaupastyrkur.is/ getur þú skráð þig til leiks og slegist í för með okkur að safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði, eða ef þú ert ekki í hlaupastuði geturðu heitið á einhvern af okkar flottu hlaupurum hér.
Einnig verður hægt að fylgjast með hlaupurum Frú Ragnheiðar og stuðningsmönnum þeirra á facebooksíðunni Hlauparar Frú Ragnheiðar.
Hlauptu! Það borgar sig!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.