Almennar fréttir
Hlauptu til góðs!
03. júlí 2019
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni.
Eins og undanfarin ár, gefst tækifæri til að hlaupa og safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði - skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins í Reykjavík.
Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga. Frú Ragnheiður hefur það markmið að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð.
Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Í hópi sjálfboðaliðanna eru einna helst hjúkrunarfræðingar en einnig eru í hópnum læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar. Eins og í öllu starfi Rauða krossins byggja sjálfboðaliðar í Frú Ragnheiði störf sín á mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi og mæta gestum Frú Ragnheiðar af fordómaleysi og virðingu.
Í ár er áherslan lögð á að styrkja starf Frú Ragnheiðar fyrir ungt fólk, en notendahópur þjónustunnar á aldrinum 18-20 ára hefur aukist um þriðjung á milli ára.
Vilt þú hlaupa til góðs eða heita á einhvern sem er að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði?
Á https://www.hlaupastyrkur.is/ getur þú skráð þig til leiks og slegist í för með okkur að safna áheitum fyrir Frú Ragnheiði, eða ef þú ert ekki í hlaupastuði geturðu heitið á einhvern af okkar flottu hlaupurum hér.
Einnig verður hægt að fylgjast með hlaupurum Frú Ragnheiðar og stuðningsmönnum þeirra á facebooksíðunni Hlauparar Frú Ragnheiðar.
Hlauptu! Það borgar sig!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.