Almennar fréttir
Hver verður Skyndihjálpar- manneskja ársins 2022?
30. nóvember 2022
Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanneskju ársins 2022
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2022? Ef svo er sendu okkur ábendingu hér:
Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 20. janúar 2023
Á hverju ári útnefnir Rauði krossinn á Íslandi Skyndihjálparmanneskju ársins. Þá er einstaklingi sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektaverðan hátt veitt viðurkenning við hátíðalega athöfn á 112 daginn 11 febrúar 2023.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar:
- Skyndihjálparmanneskja ársins þarf að hafa bjargað mannslífi
- Skyndihjálpamanneskja ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp. Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
- Skyndihjálparmanneskja ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
- Skyndihjálparmanneskja ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Rauða krossinn óskar eftir því að fá að hafa samband við þann sem tilnefnir og þann sem er tilnefndur ef þörf er á frekari upplýsingasöfnun um skyndihjálpina sem var veitt og miðast upplýsingasöfnunin hér að neðan að því.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Maður gefur af sér en fær svo mikið til baka“
Innanlandsstarf 05. ágúst 2025Notendur Frú Ragnheiðar tóku Írisi Ósk Ólafsdóttur strax vel er hún hóf þar sjálfboðaliðastörf. „Þrátt fyrir að starfið geti tekið á andlega þá er það líka það sem gerir þetta svo verðmætt því þetta snýst um að vera manneskja fyrir aðra manneskju á stundum sem skipta máli,“ segir Íris.

Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.