Almennar fréttir
Hver verður Skyndihjálpar- manneskja ársins 2022?
30. nóvember 2022
Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanneskju ársins 2022
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2022? Ef svo er sendu okkur ábendingu hér:
Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 20. janúar 2023
Á hverju ári útnefnir Rauði krossinn á Íslandi Skyndihjálparmanneskju ársins. Þá er einstaklingi sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektaverðan hátt veitt viðurkenning við hátíðalega athöfn á 112 daginn 11 febrúar 2023.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar:
- Skyndihjálparmanneskja ársins þarf að hafa bjargað mannslífi
- Skyndihjálpamanneskja ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp. Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
- Skyndihjálparmanneskja ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
- Skyndihjálparmanneskja ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Rauða krossinn óskar eftir því að fá að hafa samband við þann sem tilnefnir og þann sem er tilnefndur ef þörf er á frekari upplýsingasöfnun um skyndihjálpina sem var veitt og miðast upplýsingasöfnunin hér að neðan að því.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.