Almennar fréttir
Hver verður Skyndihjálparmanneskja ársins 2021?
27. desember 2021
Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanni ársins 2021!
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2021? Ef svo er sendu okkur ábendingu hér:
Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 20. janúar 2022.
Á hverju ári útnefnir Rauði krossinn Skyndihjálparmann ársins. Útnefndur er einstaklingur sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt og er honum veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar:
- Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa bjargað mannslífi.
- Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp. Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
- Skyndihjálparmaður ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
- Skyndihjálparmaður ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Tekið er við ábendingum til 20. janúar 2022.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.