Almennar fréttir
Hver verður Skyndihjálparmanneskja ársins 2021?
27. desember 2021
Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanni ársins 2021!
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2021? Ef svo er sendu okkur ábendingu hér:
Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 20. janúar 2022.
Á hverju ári útnefnir Rauði krossinn Skyndihjálparmann ársins. Útnefndur er einstaklingur sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt og er honum veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar:
- Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa bjargað mannslífi.
- Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp. Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
- Skyndihjálparmaður ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
- Skyndihjálparmaður ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Tekið er við ábendingum til 20. janúar 2022.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.