Almennar fréttir
Jólahefti Rauða krossins 2020 er komið út
18. nóvember 2020
Listamenn merkimiðanna í ár eru börn á aldrinum 6-11 ára sem héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum.
Jólamerkimiðar Rauða krossins eru farnir í dreifingu.
Listamenn merkimiðanna í ár eru börn á aldrinum 6-11 ára sem héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þessir yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins gleðja okkur og aðra á götum úti við tombóluhaldið en einnig þegar þau færa okkur afraksturinn stolt í bragði. Peningurinn sem tombólubörn safna er alltaf notaður til að aðstoða önnur börn víða um heim og mun í ár líkt og síðustu ár styðja við börn í Sómalíu.
Hægt er að styðja við mannúðarstarf Rauða krossins með því að senda sms-ið JOL í 1900 og 2900 krónur eru dregnar af símreikningi. Einnig er hægt að leggja inn á reikning Rauða krossins, 0342-26-000272, kt. 530269-2649.
Notaðu endilega merkimiðana þó þú hafir ekki tök á að greiða fyrir þau.
Hér fyrir neðan eru allar myndirnar sem tombólukrakkarnir sendu inn. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir.
Sólrún Emelía
Arna Björnsdóttir
Stefán Berg
Katla María
Alexander Jón
Saga Eyþórsdóttir
Saga Hrafnkelsdóttir
Brynhildur Björg
Kolbrún Júlía
Guðrún Olga
Selma Nabeel
Alexandra Kolka
Móeiður Arnarsdóttir
Guðrún Olga
Björt Franklín
Kolbrún Júlía
Stella Natalía
Árni Geir
Saga Eyþórsdóttir
Íris Ósk
Árni Geir
Íris Ósk
Kolbrún Júlía
Kolbrún Júlía
Eydís Þula
Guðrún Olga
Guðrún Olga
Árni Geir
Kolbrún Júlía
Ólafur Sveinn
Henrika Huld
Árni Geir
Íris Ósk
Marín Ósk
Árni Geir
Árni Geir
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.